Fyrstu dómarnir á Tintin skotheldir!

Ef þið lásuð fyrirsögnina og hélduð kannski að við værum að plögga forsýninguna okkar á Ævintýri Tinna, þá hafið þið svo sannarlega rétt fyrir ykkur. Vissulega er aldrei leiðinlegt þegar Kvikmyndir.is heldur sýningu á mynd sem fær fantagóða dóma, og satt að segja er það reynt með bestu getu. Fastagestir síðunnar vita t.d. að undanfarin tvö ár höfum við sýnt myndir á borð við Kick-Ass, Inception, Scott Pilgrim, The Social Network og Harry Potter. Til móts við það koma myndir eins og The Expendables og Tron Legacy, en hvorugar féllu í kramið hjá gagnrýnendum.

Burtséð frá því þá eru þegar nokkrir dómar farnir að týnast inn á gagnrýnendasíðuna Rotten Tomatoes. Hér eru nokkur kvót sem ættu að gera forsýningargesti örlítið spenntari:

4/5
„Action-packed, gorgeous, and faithfully whimsical: Hergé thought Spielberg the only director capable of filming Tintin. He was onto something.“ – EMPIRE

4/5
„A film which, in both its rip-roaring, globe-trotting narrative and its visceral dedication to pure white-knuckle thrills, is the true successor to his original ‘Indy’ trilogy.“ – TIME OUT

„Only the combined forces of director Steven Spielberg and computer-generated 3D animation could create such a spectacle. “ – SUN ONLINE

„A bundle of fun so ludicrously joyful it makes the birth of a newborn child look like the mass self-immolation of a thousand screaming orphans.“ – ULTRA CULTURE

„Serving up a good ol’ fashioned adventure flick that harkens back to the filmmaker’s action-packed, tongue-in-cheek swashbucklers of the 1980s, Steven Spielberg’s The Adventures of Tintin: The Secret of the Unicorn is a visually dazzling adaptation.“ – HOLLYWOOD REPORTER

„It’s a very entertaining old-fashioned romp – think Indiana Jones with a quiff.“ – DAILY MIRROR

Sjáumst á forsýningunni!