Fyrsti íslenski dómurinn um Burn After Reading

Gagnrýnandi Kvikmyndir.is, Tómas Valgeirsson, hefur birt dóm sinn fyrir nýjustu mynd Joel Coen og Ethan Coen, en hún ber nafnið Burn After Reading og er frumsýnd í dag. Coen-bræðurnir hlutu Óskarsverðlaun fyrir síðustu mynd sína, No Country for Old Men, en þeir hafa leikstýrt fjölmörgum gullmolunum í gegnum tíðina, m.a. Fargo og The Big Lebowski.

Tommi er almennt mjög sáttur við myndina, en telur hana þó ekki gallalausa. Hann gefur henni 8/10 í einkunn.

Dóminn má lesa með því að smella hér (skrolla neðst)