Gagnrýnandi Kvikmyndir.is, Tómas Valgeirsson, hefur birt dóm sinn fyrir nýjustu mynd Joel Coen og Ethan Coen, en hún ber nafnið Burn After Reading og er frumsýnd í dag. Coen-bræðurnir hlutu Óskarsverðlaun fyrir síðustu mynd sína, No Country for Old Men, en þeir hafa leikstýrt fjölmörgum gullmolunum í gegnum tíðina, m.a. Fargo og The Big Lebowski.
Tommi er almennt mjög sáttur við myndina, en telur hana þó ekki gallalausa. Hann gefur henni 8/10 í einkunn.
Dóminn má lesa með því að smella hér (skrolla neðst)

