Teiknimyndin Frozen II var frumsýnd um helgina, og það er skemmst frá því að segja að myndin sló í gegn, en 14.301 gestur dreif sig í bíó að sjá kvikmyndina. Tekjurnar námu 16 milljónum króna yfir helgina alla. Það þýðir að 68% allra sem fóru í bíó um helgina, sáu Frozen II, geri aðrir betur!
Til samanburðar komu 8.161 í bíó þegar fyrsta myndin, Frozen, var frumsýnd og tekjurnar af fyrstu sýningarhelginni námu 7,7 milljónum króna.
Eins og fram kemur í tilkynningu frá Sam bíóunum þá er hér um að ræða stærstu frumsýningarhelgi á teiknimynd frá upphafi á Íslandi, en fyrra metið átti Incredibles 2, sem var frumsýnd í júlí árið 2018.
Hér fyrir neðan sést aðsóknarlisti helgarinnar, en þar fyrir neðan eru myndir sem Mummi Lú tók á frumsýningu Frozen II sem haldin var í Kringlunni síðastliðinn fimmtudag.