Sonur sæll, við erum rándýr

Aaron Taylor-Johnson aðalleikari Kraven the Hunter sem kemur í bíó á morgun, fimmtudag, segir í nýju myndbandi að kvikmyndin sé saga um hvernig glæpamaður verður til.

Í myndbandinu kemur Russell Crowe einnig fram sem grimmur faðir Kraven, Nikolai Kravinoff . Hann segir í myndbandinu: „Sonur sæll, við erum rándýr.“

Og bætir við eftir einn skotbardagann: „Þetta snýst um völd.“

Taylor-Johnson heldur áfram og segir að þeir hafi gert bófamynd, bannaða innan 16 og bætir við að um staka mynd sé að ræða í ofurhetjuheimi Sony.

„Þú ert alveg nákvæmlega eins og faðir okkar,“ segir bróðir Kraven á einum stað í myndbandinu.

Gamaldags bófamynd

Leikstjórinn, J.C. Chandor, segir að myndin sé fjölskyldusaga en einnig gamaldags bófamynd. Hann segir að myndin sé tekin upp á alvöru tökustöðum, í öllum veðrum.

Taylor-Johnson segir að hasaratriðin séu ekta. Hann hlaupi berfættur á götunni, slengi mönnum í golfið og hlaupi upp veggi.

Kraven the Hunter (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.4
Rotten tomatoes einkunn 15%

Eftir að hafa orðið fyrir árás ljóns öðlast Sergei Kravinoff yfirnáttúrulega og dýrslega krafta. Flókið samband hans við grimman föður sinn ýtir honum út á braut hefndar með hrottalegum afleiðingum. Á sama tíma gerir þetta hann að besta veiðimanni í heimi....

Leikstjórinn segir að áhorfendur haldi með Kraven þó að hann sé hálf dýrslegur í aðförum sínum og myrði menn með hrottalegum hætti. „Sú staðreynd að myndin átti að vera bönnuð innan 16 gerði mér kleift að vera heiðarlegri í mínum störfum,“ segir Chandor.

„Hann er ekki ofurhetja, hann er maður sem hefur hlotið þjálfun og býr yfir hæfileikum sem veiðimaður og drápari,“ segir Aaron Taylor-Johnson að lokum.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan: