Kraven the Hunter – Fyrstu átta mínúturnar

Kvikmyndafyrirtækið Sony hefur birt fyrstu átta mínúturnar úr ofurhetjumyndinni Kraven the Hunter sem væntanleg er í bíó hér á Íslandi 12. desember næstkomandi, og þær valda ekki vonbrigðum!

Með titilhlutverkið, hlutverk Spider-Man þrjótsins Kraven, fer Aaron Taylor-Johnson. Miðað við þessar byrjunarmínútur má eiga von á þrælspennandi mynd um andhetju sem er óhrædd við að taka til hendinni.

Sýnir styrk sinn

Í myndbrotinu getum við fylgst með Kraven smygla sér inn í rússneskt fangelsi þar sem hann sýnir styrk sinn og parkour fimi. Hann virðist vera að leita að foringja í glæpagengi, og eftir að hann drepur skotmarkið, lætur hann sig hverfa inn í snjóbyl.

Kraven the Hunter (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.4
Rotten tomatoes einkunn 15%

Eftir að hafa orðið fyrir árás ljóns öðlast Sergei Kravinoff yfirnáttúrulega og dýrslega krafta. Flókið samband hans við grimman föður sinn ýtir honum út á braut hefndar með hrottalegum afleiðingum. Á sama tíma gerir þetta hann að besta veiðimanni í heimi....

Þó að myndbrotið sé líklega aðeins klippt til þá fær fólk hér góða mynd af því hvers má vænta í næstu viku.

Kraven the Hunter er fjórða kvikmyndin í Spider-Man heimi Sony, og tengist Venom myndunum, með Tom Hardy í aðalhlutverkinu og Morbius, með Jared Leto í aðalhlutverki.

Skoðaðu myndbrotið hér fyrir neðan: