Foxx með drykkfelldri brúðu

Eftir að hafa verið í þróun í þónokkur ár þá er gamanmyndin The Happytime Murders loks komin á skrið. The Jim Henson Company og STX Entertainment eiga nú í viðræðum við leikarann Jamie Foxx um að leika aðalhlutverkið, en myndin verður bönnuð ( R-rated ) og í bland leikin af alvöru leikurum og brúðum.

jamie foxx

Frumsýningardagur hefur ekki verið ákveðinn ennþá, og ekki er enn ljóst hvenær tökur gætu hafist.

The Happytime Murders gerist í borg þar sem fólk og brúður býr saman í sátt og samlyndi. Margt af frægasta fólk heims eru aðalleikarar í sjónvarpsþáttaröð sem kallast The Happytime Gang. En á bakvið tjöldin þá er líf þessa fólk ömurlegt og alls ekkert líkt lífinu eins og það er á sjónvarpsskjánum.

Þegar stjörnur þáttarins eru myrtar ein af annarri á hryllilegan hátt, þá eru tveir LAPD rannsóknarlögreglumenn kallaðir til, en þeir þurfa að leggja ágreining sinn til hliðar, eigi þeir að eiga möguleika á að leysa málið.

Samkvæmt Deadline vefnum þá mun Jamie Foxx leika aðra lögguna, Edwards, sem þarf að vinna með eldri samstarfsmanni sínum, drykkfelldum glaumgosa, brúðu að nafni Phil, sem tengist einu fórnarlambanna.

Phil er lítt hrifinn af Edwards, en þeir þurfa að flýta sé að finna morðingjann áður en þeir drepa hvorn annan.

Brian Henson, sonur brúðumeistarans Jim Henson heitins, er leikstjóri.

Jamie Foxx sést næst í Sleepless Night ásamt Michelle Monaghan. Þá leikur hann Litla Jón í Robin Hood: Origins, sem kemur í bíó á næsta ári.

Sem stendur er hann við tökur á Baby Driver eftir leikstjórann Edgar Wright.