Ford bölvar Chewbacca

Það hitnaði verulega í kolunum þegar gamall vinur birtist í áhorfendaskalanum þegar Jimmy Kimmel var að taka viðtal við Harrison Ford á dögunum.

Ford var að kynna nýjustu myndina sína 42, þegar Kimmel leyfði gestum úr sal að spyrja Ford spurninga. Ford byrjaði á því að taka það fram að hann myndi ekki svara neinum Star Wars spurningum. Star Wars aðdáaendur úr sal stóðu þá á gati og spurðu meðal annars Ford hvort hann væri svangur.

Í endann fór síðan allt úr böndunum þegar Chewbacca birtist og byrjaði þá Ford að bölva honum og sakaði hann meðal annars um að hafa sofið hjá konunni sinni.