Fjölskyldugetraun: Spy Kids 4

Stundum er gaman að gera eitthvað fyrir famelíurnar alveg eins og að höfða til okkar ástkæru bíónörda. Í dag verður nýjasta mynd Roberts Rodriguez, Spy Kids: All the Time in the World, frumsýnd í svokallaðri fjórvídd. Hún lýsir sér þannig að myndin verður sýnd í hefðbundinni þrívídd, en bíógestir munu einnig fá sérstakt lyktarspjald. Á 8 stöðum í myndinni verður hægt að finna lyktina í viðkomandi atriði. Númer birtist á tjaldinu og þá nuddar viðkomandi bíógestur viðkomandi númer á spjaldinu. Lyktin verður óvænt, engin ólykt og bíógestir vita ekki hvort lyktin sé af sprengingu eða af gómsætum mat. Glöggir ráma kannski eitthvað í hið svokallaða „Odorama,“ sem John Waters var með á sínum tíma.

Engu að síður erum við að bjóða þrjá miða á hvern einstakling, svona sem tilbreyting þar sem þetta er nú ætlað fjölskyldum og væri svindl að hafa það minna. Þú svarar spurningum sem sjást hérna fyrir neðan og sendir mér svarið á tommi@kvikmyndir.is. Ég dreg út á hverju kvöldi út helgina, þannig að best er að fylgjast með póstinum og kanna hvort þú sért á leiðinni frítt í bíó með foreldrunum/börnunum/systkinunum o.s.frv.

Spurningarnar eru þessar:

1. Hvað heitir þessi persóna sem Rodriguez kynnti fyrst í Spy Kids fyrir áratugi síðan?

2. Þessi hérna myndarmaður leikur í mögnuðum sjónvarpsþáttum sem bera heitið Community. Hvað heitir þessi leikari?

3.Þessi þekkti grínisti leikur í Spy Kids 4 en sést aldrei á skjánum. Fyrir hvers konar dýr talar hann?

Góða skemmtun og sniffið vel.