Fast X brunaði á toppinn!

Það kemur kannski fáum á óvart en hasar-kappakstursgengið í Fast X brunaði á topp íslenska aðsóknarlistans um síðustu helgi og urðu Útverðir alheimsins í Guardians of the Galaxy – Vol. 3 því að flytja sig niður í annað sætið.

Tekjur Fast X námu hátt í sjö milljónum króna um helgina en tekjur GOG voru rúmar fimm milljónir króna. Síðarnefnda myndin hefur notið mikilla vinsælda frá því hún var frumsýnd fyrir rúmum tveimur vikum og alls hafa fjörutíu milljónir skilað sér í kassann hjá þessari Marvel mynd.

Í þriðja sæti er önnur geysivinsæl mynd, The Super Mario Bros. Movie með tæplega tveggja milljóna króna tekjur.

Nýja myndin Love Again fór beint í fimmta sæti listans.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: