Er Kick-Ass 2 komin í gang?

Getur verið að gert verði framhald hinnar bráðskemmtilegu KickAss myndar um sjálfskipuðu ofurhetjuna KickAss og vini hans? Menn hafa ekki allir verið jafn bjartsýnir þar sem aðsóknin á fyrstu myndina var kannski ekki eins góð og menn vonuðust eftir. Hún er hinsvegar að skríða yfir 100 milljón dala markið í tekjum, sem gæti þýtt að vonir glæddust um framhald.
Haft er eftir Mark Miller, handritshöfundi og einni aðal sprautunni á bakvið myndina, á vefnum CinemaBlend, að þar sem myndin sé farin að ganga vel á DVD og BluRay þá ætti framhald nú að vera tryggt. „Þannig að það ætti að ganga eftir […]Fyrsta myndin græddi svo mikið miðað við hvað hún kostaði, þannig að það væri óðs manns æði að gera ekki framhald.“

Þetta komment frá Miller er ekki endanleg staðfesting á framhaldi, en augljóst þó að menn eru að hugsa stíft þessa dagana.

Þess má geta að á IMDB er Kick Ass 2: Balls to the Wall sögð verða frumsýnd 2012, hvað sem er að marka það.

Stikk: