Svona verður Kick-Ass 2

Söguþráður Kick-Ass 2 er nú tekinn að skýrast, en Kick-Ass var mjög vinsæl á Íslandi árið 2010, og m.a. forsýndi Kvikmyndir.is myndina fyrir fullum sal af fólki.

Stutta útgáfan af söguþræðinum er á þessa leið:

Fífldjarfar hetjudáðir Kick-Ass í fyrri myndinni, verða til þess að fjöldi manna fyllist andagift og hermir eftir Kick-Ass og gerast sjálfskipaðar ofurhetjur, með fremstan í flokki harðnaglan Colonel Stars and Stripes, leikinn af Jim Carrey. Kick Ass gengur til liðs við þennan hóp.

Þegar þessar sjálfskipuðu ofurhetjur eru eltar uppi af Red Mist, leiknum af Christopher Mintz-Plasse, endurfæddur sem The Mother F%&*^r, þá er það aðeins Hit Girl, leikin af Chloë Grace Moretz, sem getur komið í veg fyrir algjöra útrýmingu hópsins.

Ef þú vilt ekki vita meira, þá skaltu hætta að lesa núna. Það sem á eftir kemur inniheldur fleiri smáatriði.

Í síðustu mynd voru ofurstelpan Hit Girl og hinn ungi Kick-Ass að reyna að lifa lífi sínu sem venjulegir unglingar, að nafni Mindy og Dave. En nú er komið að útskrift úr skóla, og óvíst hvað skal gera. Dave ákveður að búa til fyrsta ofurhetjuteymið með Mindy. Til allrar óhamingju þá er Mindy gripin glóðvolg fyrir að reyna að stelast út í ofurhetjugallanum sínum, og er neydd til að leggja búninginn á hilluna. Þar sem Dave hefur nú engan félaga eftir þetta, þá neyðist hann til að slást í hóp með Justice Forever ofurhetjugenginu, sem stjórnað er af hinum endurfædda fyrrum bófa, Colonel Stars and Stripes.

Þegar þeir eru rétt í þann mund að byrja að láta til sín taka úti á götunum, þá setur heimsins fyrsti ofurþrjótur, The Mother F%&*^r , saman eigin teymi af illmennum, og gerir áætlun um að láta Kick-Ass og Hit Girl borga fyrir það sem þau gerðu pabba hans.

En það er einungis eitt vandamál við þessa áætlun: Ef þú ætlar að fara gegn einum meðlimi Justice Forever, þá færðu þá alla upp á móti þér.

Tökum á myndinni í Kanada er lokið, og verður haldið áfram í London, samkvæmt Cinemablend.com

Smellið hér til að skoða sýnishorn úr Kick-Ass 1 og aukaefni.

Kick-Ass er byggð á teiknimyndasögu eftir Mark Millar og John Romita, Jr. og sagði frá Dave sem ákvað að gerast ofurhetja undir nafninu Kick-Ass. Hann slóst í för með tveimur öðrum hetjum, þeim Big Daddy, sem Nicholas Cage lék ( og kemur við sögu í nýju myndinni í einhverju formi, en hann lét lífið í þeirri fyrri ) og dóttur hans  Mindy/Hit-Girl í baráttu við eiturlyfjabaróninn Frank D’Amico.  Dave varð síðan vinur sonar Franks, Chris, sem breytti sér í hetjuna Red Mist.