Carrey og Johnson í Kick-Ass 2 – fyrsta myndin

Universal kvikmyndaverið hefur birt fyrstu opinberu myndina úr Kick-Ass 2, framhaldi myndarinnar Kick-Ass, sem naut talsverðra vinsælda hér á Íslandi. Um er að ræða eina mynd af mörgum sem birtast munu í næsta tölublaði tímaritsins Entertainment Weekly.

Á myndinni sést Jim Carrey í fullum skrúða í hlutverki sínu í myndinni, sem Colonel Stars and Stripes ( Ofursti bandaríska fánans í lauslegri þýðingu), sem er „ofurhetja“ af svipuðu tagi og Kick-Ass sjálfur, sem Aaron Johnson leikur. Colonel Stars and Stripes reynir að sannfæra Kick-Ass um að ganga til liðs við bandalag sitt, Justice Forever.

Myndin er ekki ólík myndum sem þegar hafa birst, en gæðin eru meiri og bakgrunnurinn gefur betri mynd af sviðsmynd myndarinnar og teiknimyndastílnum sem svífur yfir vötnum.

Sjáið myndina hér að neðan:

Þeir sem ekki þekkja fyrstu myndina þá fjallar hún um Dave Lizewski sem er langt í frá aðal töffarinn í menntaskólanum. Hann hefur áhuga á teiknimyndasögum, á nokkra góða vini og býr einn með föður sínum. Líf hans er fremur einfalt og þægilegt. Þrátt fyrir þetta ákveður hann einn daginn að gerast ofurhetja, þó svo að hann búi ekki yfir neinum ofurkröftum eða öðrum slíkum hæfileikum.

Stars and Stripes er einn af mörgum nýjum sjálfskipuðum löggæslumönnum sem kynntir eru til sögunnar í Kick-Ass 2. Ásamt Hit Girl, sem var í fyrri myndinni, þá mun Kick-Ass þurfa að mæta The Mother Fucker, sem upphaflega hét The Red Mist, og verður leikinn aftur af Christopher Mintz-Plasse.

Leikstjóri Kick-Ass 2 er Jeff Wadlow, og aðrir leikarar eru Chloë MoretzLyndsy FonsecaRobert EmmsYancy ButlerDonald FaisonJohn LeguizamoOlga Kurkulina, og síðast en ekki síst Nicolas Cage, sem kemur aðeins við sögu ( SPOILER ALERT: þrátt fyrir að hafa dáið í fyrri myndinni)

Myndin verður frumsýnd 28. júní á þessu ári. Um að gera að byrja að hlakka til!