Eldfjall til Toronto

Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar kvikmyndaleikstjóra mun verða sýnda á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 8. september nk. Myndin verður á meðal keppenda í Discovery flokki á hátíðinni. Rúnar segist í samtali við Fréttablaðið í dag vera mjög ánægður með að komast að þarna: „Það er mjög gott að komast þarna inn því Toronto er risamarkaður sem Hollywood nýtir sér til að koma sínum myndum á framfæri,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið.

Eldfjall var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í vor, og hlaut þar góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.