Í nýjustu mynd sinni Erased, fer bandaríski kvikmyndaleikarinn Aaron Eckhart í spennumyndagírinn, og minnir óneitanlega á Liam Neeson í myndunum Taken og Unknown.
Eckhart leikur í myndinni Ben Logan, CIA sérsveitarmann sem hættur er störfum en dregst inn í ofbeldisfullan vef samsæris og lyga, þegar fólkið sem hann vann fyrir reynir að koma honum fyrir kattarnef.
Sjáðu nýju stikluna fyrir myndina hér fyrir neðan:
Leikstjóri Erased er þýski kvikmyndagerðarmaðurinn Philipp Stolzl, sem þekktur er fyrir myndir eins og North Face frá árinu 2008 og Young Goethe in Love frá árinu 2010.
Erased mun verða fáanleg í VOD í Bandaríkjunum frá 5. apríl en fer svo í sýningar í bíóhúsum þann 10. maí.


