Dularfull Facebook-mynd á leiðinni

Warner Bros. hafa nælt sér í réttinn á bókinni The Future of Us eftir þá Jay Asher og Carolyn Mackler, en bókin verður ekki gefin út fyrr en í nóvember. The Future of Us gerist árið 1996 þegar ung stelpa fer á internetið í fyrsta sinn en upp kemur heldur óvenjulega síða. Hún sér nefnilega sína eigin Facebook-síðu eins og hún lítur út eftir 15 ár.

Stelpan og besta vinkona hennar byrja smám saman að gjörbreyta lífum sínum til að passa betur við manneskjuna sem þær sjá á Facebook, en reyna í leiðinni að breyta því sem þeim líkar ekki við. Margt smátt gerir eitt stórt og breytingarnar sem þær gera hafa stórvægilegar afleiðingar á líf þeirra.