Deadpool kitla sló heimsmet

Everyone deserves a happy ending… kitlan sem allir hafa beðið eftir fyrir ofurhetjukvikmyndina Deadpool & Wolverine, sló heimsmet þegar hún var frumsýnd á sunnudaginn síðasta með 365 milljón áhorf á 24 klukkutímum.

Leikstjóri myndarinner er Shawn Levy en helstu leikarar eru Ryan Reynolds, Hugh Jackman, Emma Corrin, Morena Baccarin, Rob Delaney, Leslie Uggams, Karan Soni og Matthew Macfadyen.

Deadpool myndir númer 1 og 2 slógu í gegn um allan heim á sínum tíma og námu tekjur myndanna í Bandaríkjadölum 783 milljónum og 786 milljónum.

Deadpool and Wolverine (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Mun andhetjan Deadpool breyta sögu Marvel með Wolverine?...

Von er á kvikmyndinni í bíó í Bandaríkjunum 26. júlí næstkomandi en á Íslandi verður myndin frumsýnd enn fyrr, eða 24. júlí.

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stórar.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: