Seinfeld sannfærði Jackman um að hætta sem Wolverine

Ástralski leikarinn Hugh Jackman settist niður með leikaranum Willem Dafoe fyrir tímaritið Variety til þess að ræða m.a. um leiklist og gerð kvikmyndarinnar Logan. Jackman er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Wolverine, en hann fór með hlutverkið í átta kvikmyndum frá árinu 2000 þar til hann lék hann í síðasta skipti í áðurnefndri kvikmynd […]

Wolverine skegg er frá 19. öld

Samkvæmt skeggvefsíðunni Beardoholic.com þá er meira en að segja það að ná að skarta svokölluðu Jarfaskeggi ( Wolverine ) , en þar er átt við skeggið sem Marvel ofurhetjan Wolverine er þekkt fyrir, og hefur skartað í ýmsum kvikmyndum, bæði X-men myndum sem og sérstökum myndum, nú síðast í Logan.  Beardoholic segir að þessi tegund […]

Logan þreyttur – opinber söguþráður birtur

Þónokkur eftirvænting ríkir eftir myndinni Logan, svanasöng X-men ofurhetjunnar Wolverine. Miðað það sem við höfum þegar séð í stiklu myndarinnar þá er útlit fyrir að hún verði nokkuð ólík fyrri Wolverine myndum. Ákveðinn tregi  virðist lita myndina, og nánd mikil á milli aðalpersónanna. Slagsmálin og bardagarnir eru þó á sínum stað. Í dag var söguþráður myndarinnar birtur […]

Angurvær Jarfi og Prófessor X í fyrstu stiklu úr Logan

Angurværð svífur yfir vötnum í fyrstu stiklu fyrir Marvel ofurhetjumyndina Logan, þriðju og síðustu Wolverine myndina, en þar hefur ellikerling sett mark sitt á Jarfa ( Wolverine ) sjálfan sem og prófessor X, og svo virðist sem kraftar þeirra fari þverrandi. Eftir að hafa leikið í öllum átta X-Men myndunum til þessa, þá er nú […]

Roskinn Prófessor X

James Mangold, leikstjóri Logan, þriðju Wolverine myndarinnar, deildi í dag fyrstu ljósmyndinni af Patrick Stewart, öðru nafni Professor X úr X-men, úr Logan, og óhætt er að segja að Prófessorinn sé rúnum ristur, og orðin rosknari en við erum vön því að sjá hann. Taken w/ Leica S 007 Summicron 100mm, ISO 3200 1/250 ƒ3.4 — […]

Wolverine 3 er Logan

Í gær upplýsti leikstjórinn James Mangond um nafn næstu Wolverine myndar, þeirrar þriðju í röðinni. Titillinn er einfaldlega Logan, en það er vísan í nafn hins stökkbreytta Wolverine, sem heitir fullu nafni James Howlett, alltaf kallaður Logan. Það er Hugh Jackman sem fer með hlutverk Wolverine. Jafnframt upplýsti Mangold að í myndinni væri Wolverine búinn […]

Aquaman er Wolverine DC heimsins

James Wan, leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Aquaman, sem væntanleg er í bíó árið 2018, segir að Aquaman, sem er upprunninn úr heimi DC Comics teiknimyndasagna, sé Wolverine DC heimsins. Aquaman er krefjandi persóna fyrir kvikmyndagerðarmanninn, þar sem hann er konungur goðsagnakenndrar eyju og getur talað við dýr undirdjúpanna. IGN vefsíðan birti á dögunum stutt spjall við Wan um líkindin […]

Leikur í Gambit – hliðarmynd X-Men

Channing Tatum hefur samþykkt að leika aðalhlutverkið í Gambit, nýrri hliðarmynd X-Men, samkvæmt heimildum The Hollywood Reporter.  Talið var að Tatum hefði hætt við að leika í myndinni vegna þess að hann hafi ekki komist að samkomulagi við kvikmyndaverið 20th Cenutury Fox og koma tíðindin því nokkuð á óvart. Magic Mike-leikarinn, sem heimsótti Ísland fyrr á […]

Flottir X-menn á 8. áratugnum

Marvel ofurhetjurnar í X-Men: Days of Future Past er eitursvalir í fötum frá áttunda áratug síðustu aldar, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er þeir eins og klipptir út úr tískuauglýsingu frá þeim tíma. Hugh Jackman í gervi Wolverine er í leðurjakka og dæmigerðri skyrtu frá þessum tíma og Nicholas Hoult í gervi […]

Fox vill klófesta Wolverine á himinháu verði

Ástralski leikarinn Hugh Jackman hefur tileinkað leiklistarferli sínum síðustu ár hlutverki Wolverine. Nýjasta kvikmyndin, The Wolverine, hefur fengið góða dóma og frábæra aðsókn í kvikmyndahúsum. Ekki má gleyma því að það er önnur kvikmynd á leiðinni þar sem Jackman setur upp klærnar. Fimmta X-Men myndin verður sýnd á næsta ári og heitir hún X-Men: Days […]

Singer: "Velkomin til 1973"

Tökur á kvikmyndinni X-Men: Days of Future Past standa yfir þessa stundina og er leikstjórinn Bryan Singer duglegur við að gefa aðdáendum hinna stökkbreyttu smá innlit við gerð myndarinnar. Það ætlaði því allt um koll að keyra þegar Singer setti ljósmynd af Wolverine og Beast á samskiptarsíðuna Twitter frá tökustað myndarinnar. Þar má sjá Hugh Jackman og Nicholas Hoult […]

Ný mynd úr Wolverine og söguþráður

Myndin um Wolverine úr X-Men flokknum færist nær, en enn bíðum við þolinmóð eftir því að sjá stiklu úr myndinni. Nú þegar hefur birst hreyfiplakat, þar sem Wolverine kraup í hellidembu í Japan með samúræja sverð í hönd, en nú er komin ljósmynd úr myndinni, en hún var birt á Twitter síðu myndarinnar í gær. Það […]

Wolverine staðfestur í X-Men: Days Of Future Past

Bryan Singer leikstjóri næstu X-Men myndar, X-Men: Days Of Future Past, sem er framhald X-Men: First Class, hefur staðfest opinberlega að ofurhetjan Wolverine muni verða með í myndinni. Singer tísti um þetta á Twitter síðu sinni: „Ég býð hér með @RealHughJackman opinberlega velkominn í leikarahóp X-Men Days of Future Past. Mjög spenntur! Meira á leiðinni….“ Áður höfðu borist fregnir af viðræðum […]

Áhorfendur í Japan sungu með Hugh Jackman

Ástralski leikarinn Hugh Jackman sem leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni Les Misérables, eða Vesalingunum, var staddur í Tókíó höfuðborg Japans í gær til að kynna myndina. Á twitter síðu sinni lýsir Jackman ánægju með sýninguna: „Einstök sýning í Tókíó með fólkinu af staðnum sem vann í myndinni. Það var ótrúlegt að syngja með öllum áhorfendunum!“ […]

Jackman ræðir endurkomu Wolverine

Ástralski leikarinn Hugh Jackman á í viðræðum um að leika Wolverine í næstu X-Men mynd, X-Men: Days of Future Past, sem verður framhald myndarinnar X-Men: First Class ( sem var svo aftur forsaga þriggja fyrri X-men myndanna þar sem Jackman lék Wolverine ). Umboðsmaður leikarans staðfesti þetta við E! News fréttaveituna. Fyrr í vikunni sögðum […]

Wolverine afhjúpaður

Glænýtt kynningarplakat fyrir hasarmyndina The Wolverine hefur verið afhjúpað. Myndin er væntanleg næsta sumar og sem fyrr verður Hugh Jackman í aðalhlutverki. Jackman og leikstjórinn James Mangold sátu nýverið fyrir svörum á Youtube vegna myndarinnar. Þar gáfu þeir vísbendingar um söguþráðinn og sögðu að óvinir Wolverine muni finna aðferð til að gera honum lífið leitt. […]

Wolverine dansar Gangnam Style

Ástralski leikarinn Hugh Jackman fékk skemmtilega heimsókn á tökustað nýjustu myndarinnar um Wolverine, þar sem Jackmann leikur titilhlutverkið. Suður – Kóreski rapparinn Psy er nú á yfirreið um heiminn að kynna og flytja risasmellinn sinn Gangnam style, sem hefur tröllriðið vinsældarlistum um heim allan undanfarnar vikur. Eins og sést í vídeóinu fer vel á með félögunum, […]

Hugh Jackman talar um nýju Wolverine myndina

Í nýlegu viðtali við The Collider snerti Hugh Jackman m.a. á nýju Wolverine myndinni sem er væntanleg á næstu árum. Þar sem að fyrri myndinni var ekki tekið vel og sjálfur Darren Aronofsky hætti við að leikstýra framhaldinu nýlega, eru aðdáendur skiljanlega áhyggjufullir en Jackman vill meina að það sem honum líkaði við myndina væri […]

Wolverine 2 hugsanlega í gang næsta vor

Tökur á Wolverine 2 gætu frestast fram á næsta vor, að því er segir í frétt á vefsíðunni Deadline.com. Engin föst dagsetning var reyndar komin fyrir fyrsta tökudag, en stefnt var að því að byrja nú í haust. Handrit að myndinni skrifar Christopher McQuarrie og aðalhlutverk leikur að sjálfsögðu ástralski leikarinn Hugh Jackman og leikstjóri […]

Leikstjóri The Wolverine valinn

Undanfarnar vikur hafa margir leikstjórar barist fyrir tækfærinu til að leikstýra The Wolverine, en sú staða varð laus þegar Darren Aronofsky yfirgaf framleiðsluna fyrir nokkru síðan. Mörg nöfn voru sett í pottinn, en samkvæmt vefsíðunni Deadline hefur leikstjórinn verið valinn. Bæði 20th Century Fox og stjarnan Hugh Jackman, sem fer að sjálfsögðu með hlutverk hins […]

X-Men 4 enn á dagskrá

Það styttist í að nýjasta mynd X-Men kvikmyndabálksins lenti í kvikmyndahúsum, en margir héldu að hún stafaði lok hefðbundinna framhalda í seríunni. Rétt eins og X-Men Origins: Wolverine mun hin nýja X-Men First Class gerast á undan fyrstu þremur myndunum og fjalla um fæðingu ofurhetjuhópsins merka. Lauren Shuler Donner, stórframleiðandi, hefur fullvissað Empire tímaritið að […]

Aronofsky hættir við Wolverine

Aðdáendur ofurhetjunnar Wolverine hoppuðu hæð sína í gleði þegar kom í ljós að leikstjórinn Darren Aronofsky tæki að sér næstu mynd um kappann með klærnar. En nú rétt í þessu sendi Aronofsky frá sér yfirlýsingu þar sem hann skýrir frá því að hann muni ekki leikstýra myndinni. „Það kom í ljós að tökur á The […]

Wolverine 2 komin með titil

Vefsíðan HitFX náði á dögunum í Darren Aronofsky, en hann mun leikstýra næstu mynd um stökkbreyttu ofurhetjuna Wolverine. Aronofsky, sem leikstýrði The Wrestler, lét það frá sér að titill myndarinnar verði einfaldlega The Wolverine. X-Men Origins: Wolverine kom í bíóhús á seinasta ári og hlaut misgóða dóma, en Aronofsky segir að The Wolverine muni verða […]