CSI leikari játar sig sekan

Einn af aðalleikurum bandaríska sjónvarpsþáttarins CSI: New York, Carmine Giovinazzo, sem leikur rannsóknarlögreglumanninn Danny Messer í þáttunum, hefur lýst sig sekan af ákæru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis í Arizona í Bandaríkjunum í janúar sl.

Það er vefmiðillinn TMZ.com sem greinir frá þessu.

Carmine var handtekinn í Scottsdale þann 21. janúar sl. eftir að lögreglan tók eftir undarlegu aksturslagi leikarans þar sem hann rásaði yfir veginn fram og til baka, á bíl af gerðinni Jeep Wrangler.

Samkvæmt TMZ þá hefur leikarinn, sem er 39 ára gamall, nú samið við saksóknara um að játa sig sekan í skiptum fyrir að ljúka áfengismeðferð fyrir 3. maí nk.

Ef hann uppfyllir ekki skilyrðin þá þarf hann að dúsa í fangelsi í 10 daga.

 

Stikk: