Captain America forsýning í kvöld!

Þriðja Kvikmyndir.is forsýning sumarsins mun eiga sér stað í Laugarásbíói í kvöld og er hún sérstaklega kjörin fyrir þá sem missa af Captain America á næstu dögum þegar hún er frumsýnd (sennilega vegna þess að einhverjir verða ekki í bænum. Það er víst mjög vinsælt næstu helgi).

Í þessum töluðu orðum eru rétt undir 100 miðar eftir sem verða seldir í bíóinu sjálfu. Þið getið enn keypt af netinu (hér) en fyrir þá sem eiga ekki kreditkort þá er þægilegast að mæta bara beint. Frá og með kl. 19:00 munum við selja seinustu miðana alveg upp að sýningunni. Ef þið mætið á slaginu eða a.m.k. vel fyrir sýninguna sjálfa eru mjög góðar líkur á því að þið fáið miða. Ykkur er líka velkomið að senda mér mail (tommi@kvikmyndir.is) og láta taka frá miða en þeir verða seldir hálftíma fyrir sýningu ef þið eruð ekki enn mætt til að greiða fyrir þá.

Munið bara:

– Kl. 22:15 byrjar sýningin.

– Standard 3D miðaverð.

– POWER!!

– Og ekki missa af því sem kemur eftir kreditlistann!!!

Góða skemmtun.
Kv.
T.V.