Bridesmaids stjarna mætt aftur – Stikla

Paul Feig, leikstjóri hinnar geysivinsælu gamanmyndar Bridesmaids frá því í fyrra, er mættur aftur með nýja mynd, The Heat. Með honum er leikkonan sem sló svo eftirminnilega í gegn í Bridesmaids, Melissa McCarthy.

Í The Heat leikur McCarthy hrjúfa og fyrirferðamikla löggu í Boston og við hlið hennar er Sandra Bullock, sem leikur alríkislögreglumann. Saman vinna þær að því að handsama eiturlyfjabarón.

Sjáðu fyrstu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:

 

McCarthy er einnig væntanleg á hvíta tjaldið í myndunum The Hangover Part III og Identity Thief þar sem hún leikur á móti Jason Bateman.


Aðrir leikarar í The Heat eru Tony Hale, Bill Burr, Jamie Denbo, Jessica Chaffin, Adam Clark og Michael McDonald.