James Bond myndin Skyfall, er toppmynd helgarinnar í Bandarískum bíóhúsum, en myndin setti nýtt met fyrir Bond mynd í Bandaríkjunum eins og spáð hafði verið, og þénaði 88 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt bráðabirgðatölum, og alls eru tekjur myndarinnar um heim allan orðnar í kringum hálfur milljarður dala.
Bresku leikararnir Craig og Day-Lewis stóðu sig vel um helgina
Síðasta Bond met í Bandaríkjunum átti Quantum of Solace með 68 milljónir dala í tekjur á opnunarhelgi. Í IMAX risabíóum setti Skyfall nýtt með mestu aðsókn á mynd sem er ekki frumsýnd að sumri.
Lincoln, nýja Steven Spielberg myndin með Daniel Day-Lewis í hlutverki Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna, gekk einnig mjög vel, en myndin var einungis sýnd í 11 bíóum þessa helgi, en opinber frumsýningarhelgi hennar er næsta helgi.
Myndin þénaði 900 þúsund dali nú, eða að meðal tali 81,818 dali á hvert bíó, sem er langbesta niðurstaða helgarinnar að meðaltali.
Önnur aðsóknarmesta mynd helgarinnar var teiknimyndin um tölvuleikjatröllið Ralph, Wreck-It Ralph, og myndin um flugmannsalkóhólistann sem leikinn er af Denzel Washington, Flight, var í þriðja sæti. Argo, mynd Ben Affleck, gerir það einnig áfram gott á topplistanum, á fimmtu viku á lista.
Taken 2 er enn á topplistanum og nú í fimmta sæti, sem er frábær árangur.
Hér er listi yfir tíu aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum.
Fyrir neðan listann er stikla fyrir Lincoln:
- Skyfall, 87, 8 milljónir dala.
- Wreck-It Ralph, 33,1 milljón dala.
- Flight, 15,1 milljón dala.
- Argo, 6,7 milljónir dala.
- Taken 4 milljónir dala.
- Here Comes the Boom, 2,6 milljónir dala.
- Cloud Atlas, 2,53 milljónir dala.
- Pitch Perfect, 2,5 milljónir dala.
- The Man With the Iron Fists, 2,49 milljónir dala.
- Hotel Transylvania, 2,4 milljónir dala.