Bogin tilvera á toppnum

Spennutryllirinn The Bourne Legacy er í fyrsta sæti íslenska DVD/Blu-ray listans aðra vikuna í röð, en myndin er búin að vera í þrjár vikur á listanum.  Myndin fjallar um njósnarann Aaron Cross sem kemst að því einn góðan veðurdag að það er eitthvað bogið við tilveru hans sjálfs og að fortíð hans er ekki jafnskýr og hún ætti að vera í huga hans. Smám saman kemur í ljós að hann er einhvers konar leiksoppur eða tilraunadýr leyniþjónustu Bandaríkjanna og hefur hlotið þjálfun sem viljalaust drápstól í þeirra þágu. Og nú, þegar hann hefur rankað við sér, verður fjandinn laus …

Í öðru sæti listans er geimverugamamyndin The Watch með Ben Stiller og félögum og í þriðja sæti hin eitilharða íslenska spennumynd Svartur á leik. Í fjórða sæti eru Tom Hardy, Gary Oldman og fleiri í Bannáraspennumyndinni Lawless og í fimmta sæti er mættur sjálfur Woody Allen með mynd sína To Rome With Love, en myndin tekur stórt stökk úr 14. sætinu, sína fjórðu viku á lista.

Sjáðu tuttugu vinsælustu myndirnar á Íslandi á DVD/Blu-ray hér að neðan: