The Bourne Legacy (2012)16 ára
Frumsýnd: 7. september 2012
Tegund: Spennumynd, Spennutryllir, Ævintýramynd, Ráðgáta
Leikstjórn: Tony Gilroy
Skoða mynd á imdb 6.7/10 181,571 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
There Was Never Just One
Söguþráður
Njósnarinn Aaron Cross kemst að því einn góðan veðurdag að það er eitthvað bogið við tilveru hans sjálfs og að fortíð hans er ekki jafnskýr og hún ætti að vera í huga hans. Smám saman kemur í ljós að hann er einhvers konar leiksoppur eða tilraunadýr leyniþjónustu Bandaríkjanna og hefur hlotið þjálfun sem viljalaust drápstól í þeirra þágu. Og nú, þegar hann hefur rankað við sér, verður fjandinn laus ...
Tengdar fréttir
08.11.2013
Leikstjóri Fast & Furious tekur við Bourne
Leikstjóri Fast & Furious tekur við Bourne
Eftir að hafa endurlífgað Fast & Furious-seríuna og breytt henni í eina þá tekjuhæstu hjá kvikmyndaverinu Universal, hefur leikstjórinn Justin Lin verið ráðinn í framhaldsmyndina The Bourne Legacy með Jeremy Renner í aðalhlutverki. Nýja myndin hefur ekki enn hlotið nafn. Reiknað er með að Renner snúi aftur í höfuðrullunni. Handritshöfundur verður Anthony Peckham...
04.08.2013
Ný Bourne mynd á leiðinni
Ný Bourne mynd á leiðinni
Bandaríska myndverið Universal Pictures er að fara af stað með fimmtu myndina í The Bourne Identity seríunni. Samkvæmt heimildum Deadline vefjarins þá hefur myndverið ráðið Anthony Peckham til að skrifa handrit að kvikmynd sem myndi verða framhald á sögunni um Aaron Cross, persónunni sem Jeremy Renner lék í Bourne Legacy frá árinu 2012  sem leikstýrt  var af Tony Gilroy. Cross...
Trailerar
Stikla
Kitla
Umfjallanir
Svipaðar myndir