Allir vilja English

Það er nýr snillingur á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, en þar er á ferðinni enginn annar en njósnarinn heimskunni Johnny English, í túlkun gamanleikarans Rowan Atkinson.  English hafði þónokkra yfirburði hvað aðsóknr varðar, en tekjur myndarinnar námu hátt í ellefu milljónum króna, á meðan næsta mynd á eftir, Smallfoot, var með nálægt fjórar milljónir í tekjur. Þriðja aðsóknarmesta myndin var svo Lof mér að falla, sem “fellur” hægt og sígandi niður listann eftir frábært gengi undanfarnar vikur.

Ein önnur ný mynd er á listanum að þessu sinni, en það er söngvamyndin A Star is Born með Bradley Cooper og Lady Ga Ga í aðalhlutverkum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: