Litið aftur á Óskarinn

Jæja þá lauk Óskarnum í gærnótt og ég vona að fleiri en ég hafi notið þess að horfa á þetta. Sjálfur mætti ég hálfmyglaður í skólann eftir varla klukkutíma svefn, en þetta var þess virði! Hátíðin sjálf var laus við allan skandal, þó svo að sum verðlaunin hafi komið mér skemmtilega á óvart. Ég held allavega ekki að einhver heilvita maður hafi veðjað á Crash sem bestu mynd. Fyrir utan það þá voru önnur verðlaun nokkuð fyrirsjáanleg.

Hér er listi yfir helstu vinningshafa:

Besta kvikmynd: Crash
Besti leikstjóri: Ang Lee
Besta leikkona í aðalhlutverki: Reese Witherspoon
Besti leikari í aðalhlutverki: Philip Seymour Hoffman
Besta leikkona í aukahlutverki: Rachel Weisz
Besti leikari í aukahlutverki: George Clooney
Besta upprunalega handrit: Paul Haggis og Robert Moresco fyrir Crash
Besta handrit byggt á öðru verki: Larry McMurtry og Diana Ossana fyrir Brokeback Mountain
Besta myndataka: Dion Beebe fyrir Memoirs of a Geisha
Besta klipping: Hughes Winborne fyrir Crash

Aðrir flokkar:

Besta heimildarmynd: March of the Penguins
Besta teiknimynd: Wallace & Gromit in The Curse of the Were-Rabbit
Besta tónlist: Gustavo Santaolalla fyrir Brokeback Mountain
Besta förðun: The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe
Besta hljóð: King Kong
Besta hljóðblöndun: King Kong
Bestu tæknibrellur: King Kong

Eins og ég sagði hér fyrir ofan kom lítið á óvart fyrir utan val á bestu mynd. Stjörnurnar höguðu sér vel á rauða dreglinum og þóttu kjólarnir og kjólfötin nokkuð vel valin í heildina litið, en það er annað mál. Þegar á endann var komið þá stóð enginn uppi sem eiginlegur sigurvegari. Crash, Brokeback Mountain og Memoirs of a Geisha deildu verðlaununum drengilega á milli sín. Ég skemmti mér konunglega þegar ég las yfir blogg Þórarins Þórarinssonar á vefsíðunni vísi.is, á meðan hátíðinni stóð. Ágætis fjör að sjá hvað er að gerast í höfðinu á þessum skrautlega fýr. Þegar ég lít aftur á þessa hátíð verð ég að segja að hún var alveg ágætlega heppnuð og er ég ekki sammála mörgum sem segja hana hafa verið slappa vegna þess að það vantaði allt fútt í hana, t.d. meiri verðlaun sem koma á óvart, slæmt fataval stjarnanna og aðrar uppákomur.

Þá er það bara að bíða eftir næstu Óskarsverðlaunahátíð!