Wallace
Öllum leyfð
GamanmyndVísindaskáldskapurFjölskyldumyndRáðgátaTeiknimynd

Wallace 2005

Frumsýnd: 14. október 2005

Something bunny is going on...

7.5 116,472 atkv.Rotten tomatoes einkunn 95% Critics 7/10
85 MÍN

Wallace og hundurinn hans Gromit, hafa byggt upp blómlegt fyrirtæki sem þróar efni sem kemur í veg fyrir því að hvers kyns óværa leggist á grænmetið í bænum. En þegar dularfull vera nokkur, einhverskonar kanína, gengur berserksgang í bænum, þá beinast allra augu að Wallace. Eftir að hann útskýrir hvað sé best að gera þá fær hann alla þorpsbúa á... Lesa meira

Wallace og hundurinn hans Gromit, hafa byggt upp blómlegt fyrirtæki sem þróar efni sem kemur í veg fyrir því að hvers kyns óværa leggist á grænmetið í bænum. En þegar dularfull vera nokkur, einhverskonar kanína, gengur berserksgang í bænum, þá beinast allra augu að Wallace. Eftir að hann útskýrir hvað sé best að gera þá fær hann alla þorpsbúa á sitt band, alla nema einn mann. Voictor Quartermaine finnst sér ógnað af sambandi Wallace við kærustu sína Lady Campanula Tottington, og ákveður að ráðast sjálfur til atlögu við kanínuna. ... minna

Aðalleikarar

Peter Sallis

Wallace / Hutch (voice)

Helena Bonham Carter

Lady Campanula Tottington (voice)

Ralph Fiennes

Victor Quartermaine (voice)

Liz Smith

Mrs. Mulch (voice)

John Thomson

Mr. Windfall (voice)

Geraldine McEwan

Miss Thripp (voice)

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Þessi mynd er hreint út sagt frábær skemmtun og sennilega ein besta myndin sem undirritaður hefur séð í ár. Myndin er stútfull af húmor og það besta er að hún hentar öllum, börnum og fullorðnum.


Nick Park er snillingur og nú þegar hefur hann fengið tvenn óskarsverðlaun fyrir stuttmyndir um Wallace og Gromit og það kæmi verulega á óvart ef hann bætti ekki þeim þriðju við fyrir þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að byrja á því að segja bara BRAVÓ fyrir hönd Peter Lord og Nick Park. Sem eitilharður fan af öllum þeirra verkum, þá var ég mjög spenntur fyrir því hvaða verkefni þeir myndu taka að sér næst. Og viti menn, þeir koma með mynd um persónurnar sem að þeir byrjuðu á að segja frá. Já, ég er að tala um Wallace og Gromit. They're back. Nær myndin að skila jafn góðu skemmtanagildi og fyrri verk þeirra? Já, svo sannarlega. Sagan: Fólkið í bænum er að gera sig undirbúið fyrir grænmetishátíðina miklu, sem að er árlegur atburður hjá bænum. En eitthvað er á kreiki í bænum sem að sér til þess að hátíðin fái ekki að líta dagsins ljós. En þá er ákveðið að kalla á þá félaga Wallace og Gromit til að leysa úr vandanum. Þessi mynd er alveg virkilega fyndin, mjög skemmtileg saga, frábærlega vel gerð og hentar öllu fólki sem er að leita að góðri skemmtun. Mæli pottþétt með að þið sjáið þessa sem fyrst. 4 stjörnur, takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn