Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er hreint út sagt frábær skemmtun og sennilega ein besta myndin sem undirritaður hefur séð í ár. Myndin er stútfull af húmor og það besta er að hún hentar öllum, börnum og fullorðnum.
Nick Park er snillingur og nú þegar hefur hann fengið tvenn óskarsverðlaun fyrir stuttmyndir um Wallace og Gromit og það kæmi verulega á óvart ef hann bætti ekki þeim þriðju við fyrir þessa mynd.
Ég verð að byrja á því að segja bara BRAVÓ fyrir hönd Peter Lord og Nick Park. Sem eitilharður fan af öllum þeirra verkum, þá var ég mjög spenntur fyrir því hvaða verkefni þeir myndu taka að sér næst. Og viti menn, þeir koma með mynd um persónurnar sem að þeir byrjuðu á að segja frá. Já, ég er að tala um Wallace og Gromit. They're back. Nær myndin að skila jafn góðu skemmtanagildi og fyrri verk þeirra? Já, svo sannarlega. Sagan: Fólkið í bænum er að gera sig undirbúið fyrir grænmetishátíðina miklu, sem að er árlegur atburður hjá bænum. En eitthvað er á kreiki í bænum sem að sér til þess að hátíðin fái ekki að líta dagsins ljós. En þá er ákveðið að kalla á þá félaga Wallace og Gromit til að leysa úr vandanum. Þessi mynd er alveg virkilega fyndin, mjög skemmtileg saga, frábærlega vel gerð og hentar öllu fólki sem er að leita að góðri skemmtun. Mæli pottþétt með að þið sjáið þessa sem fyrst. 4 stjörnur, takk fyrir.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
14. október 2005