Kvikmyndir.is forsýnir Shutter Island!

Á fimmtudaginn þann 25. febrúar verðum við með sérstaka Kvikmyndir.is-forsýningu á nýjustu mynd Martins Scorsese, Shutter Island.
Sýningin verður daginn fyrir frumsýningu en til að gera stemmninguna
skemmtilegri fyrir sanna kvikmyndafíkla höfum við ákveðið að hafa ekkert hlé og hljóðið í botni. Myndin verður sýnd í stóra salnum í Laugarásbíói kl. 22:00. Miðasala hefst ekki fyrr en á miðvikudaginn og mun miðinn kosta 1100 kr. Hægt verður að kaupa miða á netinu í gegnum vefinn eða á staðnum. Einnig geta menn beðið um að taka frá miða undir nafni.

Hins
vegar ætla ég að vera með stutta getraun núna þar sem notendur geta
unnið sér inn boðsmiða á þessa sýningu. Reglurnar eru mjög einfaldar.
Eina sem ég vil að þú gerir er að senda mér tölvupóst (tommi@kvikmyndir.is) og segja mér hvaða þrjár Martin Scorsese myndir
eru í mestum metum hjá þér og hvers vegna. Á miðvikudaginn – þegar
miðsalan hefst – mun ég síðan draga út 10 heppna aðila sem fá gefins
miða fyrir tvo. Fullt nafn og kennitala þarf að fylgja með (ATH. Myndin er b.i. 16 ára)

Með aðalhlutverk fara (fyrir þá sem ekki vita) Leonardo DiCaprio, Ben Kingsley, Mark Ruffalo,
Emily Mortimer og Max Von Sydow. Hér fyrir neðan getið þið séð
trailerinn:

Undirritaður
sá myndina fyrir tveimur vikum og hefur ekki getað hætt að hugsa um
hana síðan. Eftir áhorf kom ekki annað til greina en að grípa eitt
stykki forsýningu. En, ef þið treystið mér ekki þá eru hérna nokkrir dómar sem vert er að tékka á:

8.5 – CHUD.com

3.5/4 – Rolling Stone

„Shutter
Island is a brilliant film, a perfectly realized psychological thriller
that will continue to astound you with performance after performance.
Highly recommended!“

Massawyrm – AintItCoolNews.


„This is a triumph of filmmaking!“


Harry Knowles – AintItCoolNews.

„DiCaprio gives a terrific and terrifying performance“

Emanuel Levy

Vonum að sjá sem flesta á sýningunni.