Rob Zombie, maðurinn á bakvið The Devil’s Rejects og Halloween-endurgerðirnar, hyggst að endurgera hina víðfrægu The Blob, sem mun vera annað skiptið þar sem upprunalega myndin frá 1958 verður endurgerð. Sú fyrsta mun vera 1988 útgáfan sem Frank Darabont meðskrifaði.
Zombie tekur hins vegar skýrt fram í viðtali við Variety að hann ætli ekki að gera mynd um einhverja „rauða klessu sem étur fólk“ heldur ætlar hann að gera eitthvað allt, allt annað með hugmyndina. Hann segist ætla að leikstýra, skrifa og framleiða myndina, sem er áætlað að muni kosta í kringum $30 milljónir.
Framleiðsla hefst eftir áramót, en nýjasta mynd Zombie, Halloween II, er frumsýnd núna á föstudaginn.

