Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Devil's Rejects 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. nóvember 2005

Hell doesn't want them. Hell doesn't need them. Hell doesn't love them. This world rejects them.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Lögreglan, undir stjórn lögreglustjórans John Quincy Wydell, ræðst inn í hús kvalalosta Firefly - fjöldamorðingjafjölskyldunnar ( öðru nafni The Devil´s Reject ) og handtaka Firefly móðurina, en Otis B. Driftwood og Baby Firefly sleppa. Tiny er úti við þegar þetta gerist og sleppur líka. Otis og Baby kalla á ættfaðir sinn, hinn klikkaða trúð Captain Spaulding,... Lesa meira

Lögreglan, undir stjórn lögreglustjórans John Quincy Wydell, ræðst inn í hús kvalalosta Firefly - fjöldamorðingjafjölskyldunnar ( öðru nafni The Devil´s Reject ) og handtaka Firefly móðurina, en Otis B. Driftwood og Baby Firefly sleppa. Tiny er úti við þegar þetta gerist og sleppur líka. Otis og Baby kalla á ættfaðir sinn, hinn klikkaða trúð Captain Spaulding, og ákveða að hittast á afviknu hóteli í eyðimörkinni. Þegar Otis og Baby koma á staðinn, þá ræna þau tveimur söngvarafjölskyldum, og ráðast gegn þeim með kvalalosta og ofbeldi. Á sama tíma lofar Wydell að hafa hendur í hári þeirra, og hefna bróður síns, George Wydell.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Já vá þessi mynd er 10 sinnum betri en fyrrir myndin house of 1000 corpses sem er líka góð.Þessi mynd er ekki scary hrollvekja heldur svona gæsahúðamynd.Gróf blóðug mynd fyrir alla sem vilja sjá heilaslettur og annan viðbjóð fín mynd fyrir hrollvekjulið
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Devil's Rejects er sjálfstætt framhald af House of a 1000 corpses, sem var ein versta mynd ársins 2003(og ein versta sem ég hef séð). Þótt ótrúlegt sé, nær Rob Zombie að gera mun betri mynd hérna en áður, sem ég átti aldrei von á. Hún er nokkuð spennandi mynd, blóðug á tímum og nektin er alveg til staðar. Rob Zombie er ekki hræddur við að sýna nóg af blóði og nekt í myndum sínum, og er þetta orðið nokkurs konar trade mark hjá honum. En það sem toppar þessa mynd er frábær frammistaða hjá William Forsythe í hlutverki fógetans Wyndell. Hann er alveg brilliant og tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Kemur hann með mikla innlifun inn í persónu sína og nær hann að gera hann svo virkilega creepy og ruthless fógeta sem svífst einskis til að ná The Devil's Rejects hópnum og klára verkefnið, sama hvað það tekur. Fínasta spennumynd sem kemur verulega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mér verulega á óvart þar sem fyrri mynd Rob Zombie's (house of 1000 corpses) var hreint út sagt hræðileg og var þessi mynd sjálfstætt framhald af henni. Myndin skilar því algjörlega sem hún ætlar sér og heldur uppi spennuni allan tíman. Mér fannst líka karektararnir (tungubrjótur) virkilega skemmtilegir og þá sérstaklega Captain Spaulding og Otis. Mæli eindregið með þessari fyrir þá sem er að sækjast eftir afþreyfingu og smá ógeði í leiðini.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög mjög mjög góð mynd...og langar mannin til að sjá framhald af þessari (ef það verður eins og mig grunar) alveg Hrein Snilld fyrir bíófarann einsog danirnir segja...fékk ég alveg ógeðslega gæsahúð á einum og öðrum hlutum myndarinnar...Pjúra Snilld 3 stjörnur af fjórum!.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn