Kruger eins og flís við rass í Basterds

Leikkonan Diana Kruger. sem leikur þýskan njósnara og fyrrverandi kvikmyndaleikkonu í mynd Quentin TarantinoInglourious Basterds, var handviss um það að hún passaði hlutverkinu eins og flís í rass. Hún hugsaði sem svo að hver gæti mögulega verið betri en hún í að leika þýska kvikmyndastjörnu sem vinnur í Frakklandi en einmitt hún, en hún er sjálf þýsk leikkona sem býr í Frakklandi. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem einhver ræður mig í hlutverk þar sem ég er sterk, þar sem ég er maskína, mótorinn í atriðinu,“ sagði Kruger við Reuters fréttastofuna. „Oft eru leikkonur einungis til skrauts. En að fá vel skrifað hlutverk og samtöl var gaman. Þetta var alveg ný reynsla fyrir mig.“

Þetta var einnig ótrúleg lífsreynsla fyrir einhvern eins og hana sem einu sinni taldi leik- og fyrirsætustörf, eitthvað mjög fjarlægt og eitthvað sem hún ætti aldrei möguleika í.

„Ég kem úr lág/miðstéttarumhverfi í Þýskalandi,“ segir hin 33 ára gamla leikkona. „Það er útilokað að ímynda sér að eitthvað af þessu ætti eftir að eiga sér stað fyrir mig.“

Kruger dreymdi um að verða ballerína,  og lærði við Royal
Ballet School í London. Sem unglingur komst hún í úrslit í Elite
módelkeppninni Look of the Year sem beindi henni í átt að tískuheiminum og sýningarstörfum. 

„Allt í einu var ég flutt til Parísar og var að læra frönsku og ferðast út um allan heim,“ segir Kruger. „Síðan kynntist ég manninum mínum ( franska leikaranum og leikstjóranum Guillaume Canet) sem hafði mikil áhrif á mig og hvatti mig í að verða leikkona.

Fyrsta stóra hlutverk hennar var í fyrstu mynd eiginmannsins árið  2002 „Mon Idole.“ Þau skildu svo árið 2006 en unnu saman að einni mynd til viðbótar, „Joyeux Noel.“

Þá hefur Kruger leikið í myndum eins og „Wicker Park,“ á móti Josh Hartnett, sem var tæknilega séð hennar fyrsta mynd í Bandaríkjunum. Ennfremur lék hún Helenu fögru í Troy ásamt Brad Pitt og Eric Bana og þar á eftir í „National Treasure“ og „National Treasure: Book of Secrets

Og hún er ánægð með að Tarantino skilji sig. „Hann sér mig allt öðrum augum en aðrir í Hollywood gera.“

Næsta mynd Kruger er Mr. Nobody.“ ásamt Jared Letoog verður frumsýnd á kvikmyndahátíðnni í Feneyjum í september.  

„Mér finnst eins og Quentin hafi gefið mér stóra gjöf. Það er alveg sama hvaða áhrif myndin mun hafa á feril minn, eða hvort hún slær í gegn eða ekki, þá finnst mér ég þegar hafa unnið í lotteríinu.“