Engir litlir Caprioar strax

 

Leikarinn Leonardo DiCaprio, 33 ára, sem hefur átt í
slitróttu sambandi við fyrirsætuna Bar Refaeli, segist aðspurður ekki hafa nein
áform um að stofna fjölskyldu og eignast börn, en leikarinn var spurður að þessu af blaðamanni
á dögunum. Caprio er nú á fullu að kynna nýjustu mynd sína „Body of Lies.“

Í myndinni leika hann á móti Russell Crowe en myndin er CIA
spennumynd sem leikstýrt er af Ridley Scott. 

Frægustu myndir Caprio hingað til eru „Romeo + Juliet“ og „Titanic“ Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir
hlutverk sitt í myndunum „What’s Eating Gilbert Grape,“ „The Aviator“ og „Blood Diamond.“

Di Caprio á erfitt með að hrista af sér hjartaknúsara
ímyndina.

„Þannig vil ég líka að talað sé um mig,” sagði hann í
gríni á dögunum. “Þegar ég labba inn á tökustaðinn, þá er þetta í samningnum.”

„Body of Lies“ verður frumsýnd í Bandaríkjunum
þann 10. Október.