Þeir sem eru að fylgjast með okkur á myspace eða twitter
hafa líklega tekið eftir að það er komið mikið af nýjum trailerum á
síðuna. Við breytinguna á Kvikmyndir.is í nóvember síðastliðnum þá
breyttum við spilaranum úr QuickTime yfir í Flash. Ég er mjög ánægður
með þá breytingu, enda eru flestar síður farnar að nota Flash og
óhjákvæmilegt að við gerðum það líka. Gallinn er að mikið safn af
QuickTime trailerum varð að sitja hjá.
Síðastliðnar vikur hef ég verið
að vinna við setja inn þá trailera sem átti eftir að færa úr QuickTime
yfir í Flash. Ég notaði IMDb og Google Video mikið ásamt öðrum
heimasíðum. Þannig gat ég lagt áherslu á fjöldann frekar en gæðin, því
þótt trailerarnir fyrir Spice World og The Flintstones
séu til dæmis ekkert í Blueray gæðum þá er þau samt alveg ásættanleg.
Þannig gat ég fundið trailera fyrir um 75% af þeim myndum sem eru í
gagnagrunninum (hin 25% eru annað hvort sjónvarsþættir eða myndir sem
þú hefur líklega aldrei heyrt um).
Prófaðu að leita að uppáhalds myndinni þinni,
ég er ábyggilega búinn að setja inn trailer fyrir hana. En þótt mér
hafi verið sama um gæðin á flestum trailerunum þá varð ég hálf
einhverfur við að finna bestu gæðin fyrir stórmyndir á borð við Lord of the Rings og Matrix. Einnig hef ég mjög gaman af teaser trailerum og því oft um margt að velja, eins og til dæmis úr South Park, Terminator og Austin Powers
myndunum. Þetta hefur oft krafist þess að ég fari og rippi DVD diskana,
en ég endaði einmitt á að rippa alla trailernana fyrir allar Star Wars
myndirnar beint af DVD diskunum sem ég átti eða fékk að láni hjá
Laugarásvideo. Afraksturinn er yfir 3000 trailerar sem þýðir að á
Kvikmyndir.is er eitt stærsta safn af trailerum á netinu, og þar sem
nýr video spilari var settur í gagnið í vikunni er safnið líka eitt það
aðgengilegasta.
Þótt ég eigi eftir að bæta einum og einum gömlum trailer við í framtíðinni þá mun aðaláherslan núna verða á væntanlegar myndir og einset ég mér að þú getir alltaf séð trailera fyrir þær myndir sem eru að koma í bíó.
Og rétt í lokinn vil ég minna á að ef þú ert ekki með Flash 9.0 þá getur þú sótt það á www.adobe.com því suma trailera er ekki hægt að spila í eldri útgáfum.

