Það er kominn trailer fyrir næstu stórmynd Jamie Foxx og Robert Downey Jr., en hún ber nafnið The Soloist og fjallar um geðsjúkan og heimilislausan tónlistarmann sem á þann draum að spila í Walt Disney Concert Hall og gerir allt til að komast þangað.
The Soloist er byggð á sannsögulegum atburðum og er leikstýrt af Joe Wright, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Atonement og Pride & Prejudice. The Soloist verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 21.nóvember næstkomandi, en ekki er búið að ákveða hvenær eða hvort hún verður frumsýnd á Íslandi.
Örfáir gagnrýnendur vestanhafs hafa séð myndina og eru á því að Óskarstilnefning gæti verið væntanleg fyrir þá Jamie Foxx og Robert Downey Jr., en þeir þykja báðir sýna stjörnuleik. Trailerinn má sjá hér fyrir neðan.

