Það kom út red band (bannaður innan 16) trailer fyrir næstu mynd Kevin Smith, en hún ber nafnið Zack and Miri Make a Porno og fjallar um Zack (Seth Rogen) og Miri (Elizabeth Banks) sem hafa verið vinir ævilangt
og ákveða að búa til klámmynd til að bæta fyrir peningaleysi sitt.
Eftir að myndavélarnar byrja að rúlla gera þau sér hins vegar grein
fyrir því að þau bera meiri tilfinningar til hvors annars en þau héldu.
MPAA eru þeir sem ákveða aldurstakmörkin í Bandaríkjunum, og vildu fyrst hafa Zack and Miri Make a Porno NC-17, sem þýðir einfaldlega að myndin hefði verið bönnuð innan 17 ára, en Kevin Smith áfrýjaði dómnum og fékk loks sínu framgengt, án þess að þurfa að klippa myndina. MPAA milduðu dóminn niður í R-Rated, sem er sama einkunn og t.d. Tropic Thunder og Forgetting Sarah Marshall.
MPAA voru þó ekki sáttir við plakatið, sem sjá má hér fyrir neðan. Titill myndarinnar þykir of gróður fyrir Bandaríkjamenn og einnig hausarnir sem má sjá neðst á plakatinu, dæmi nú hver fyrir sig.


