Nýjasta myndin frá gaurunum sem ,,færðu“ okkur Epic Movie, Date Movie og Meet the Spartans fær hroðalega dóma frá öllum sem hafa séð hana. Myndin er svokölluð spoof mynd og ber nafnið Disaster Movie, en hún gerist á einu kvöldi þegar ungt fólk lendir í hremmingum sem fela í sér
yfirnáttúrulega hluti.
Leikstjóra- og handritshöfundarparið Jason Friedberg og Aaron Seltzer eru ábyrgir fyrir þessari skítahrúgu, en Disaster Movie fær 1,2 á vefmiðlinum IMDB.com og er í toppsæti yfir verstu myndir allra tíma. Vefmiðillinn RottenTomatoes.com gerir gott betur og fær 00%, sem er lægsta einkunn í boði.
Þetta getur ekki talist ótrúlegt þar sem myndin var tekin upp á örskömmum tíma og gerir grín að myndum sem í rauninni voru ekki komnar út þegar sketsinn var tekinn upp, sem vekur upp þá spurningu hvort kvikmyndagerðarmennirnir hafi gengið svo langt að gera grín að sjálfum trailerunum, frekar en myndunum sjálfum.

