Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Epic Movie 2007

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 16. mars 2007

We Know It's Big. We Measured.

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 2% Critics
Rotten tomatoes einkunn 29% Audience
The Movies database einkunn 17
/100

Þegar Edward, Peter, Lucy og Susan fara hvert sína leið, þá enda þau öll í skrýtinni súkkulaðiverksmiðju, eftir að hafa fengið gullna happamiða sem gáfu þeim aðgang að ótrúlegu ævintýri. Eftir að þau sleppa úr klóm hins hræðilega Willy Wonka þá uppgötva þau töfraheim Gnarnia í gegnum ævintýralegan fataskáp. Þar verða þau að fá hjálp frá... Lesa meira

Þegar Edward, Peter, Lucy og Susan fara hvert sína leið, þá enda þau öll í skrýtinni súkkulaðiverksmiðju, eftir að hafa fengið gullna happamiða sem gáfu þeim aðgang að ótrúlegu ævintýri. Eftir að þau sleppa úr klóm hins hræðilega Willy Wonka þá uppgötva þau töfraheim Gnarnia í gegnum ævintýralegan fataskáp. Þar verða þau að fá hjálp frá ljóni og hjörð stökkbreyttra úr X akademíunni, galdranemendum, sjóræningjum og bifur, til að sigra hina illu hvítu tæfu!... minna

Aðalleikarar

"Waste Of Money"
Ekki hélt ég að það væri hægt að búa til svona mikla hörmungar mynd. Þessi mynd er í einu orði sagt DRASL! Ef þú ert að hugsa um að horfa á þessa mynd horfðu þá bara á einhverja scary movie eða eitthvað Ekki þessa. 2 stjörnur af því að ég hló tvisvar!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Epískt ógeð!
Hvernig er hægt að vera með kjánahroll í 80 samfelldar mínútur? Horfið á Epic Movie og þá ættið þið að geta skilið hvernig það er hægt.

Ég viðurkenni að ég bjóst nú alls ekki við einhverju sígildu, auk þess fannst mér Date Movie vera algjör sori. Samt kemst maður stundum ekki hjá því hversu freistandi það er að sjá svona myndir, með vonir um það að eitthvað gæti komið skítsæmilega út.

Svona eins og við íslendingar með okkar Áramótaskaup; Við vitum að þau eiga eftir að verða léleg oftast, samt horfum við á þau. Epic Movie er samt sem áður - þótt ótrúlegt virðist - nokkrum skrefum verri heldur en Date Movie, þá aðallega því hún fer svo langt fram úr geiranum sem hún þykist vera að stæla, meira svo heldur en hin myndin gerði. Ég meina, síðan hvenær töldust Borat, Nacho Libre, Click og Snakes on a Plane vera stórmyndir? Kannski aðstandendur séu ekkert að ætlast til þess að maður velti þessu fyrir sér, en persónulega finnst mér þetta gera myndina e.t.v. ennþá meira samhengislausa.

Annars, þá þykir mér voða sorglegt hvernig þessi mynd ætlast til að vera grínmynd. Ég get sko sagt ykkur það, að þessi mynd er ekkert frekar grínmynd en hún er listrænt stórverk frá Mel Gibson. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er aðeins spursmál um það hvernig ég á að fara að því að ráðleggja fólki að forðast þennan horbjóð án þess að segja það á þann hátt sem ekki hefur verið sagður áður. Hreinasta plága þessi mynd, ojbara!

1/10 - Botneinkunn, takk fyrir!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hafði hlakkað til að fara á þessa mynd síðan ég sá að hún væri að koma út! og ég fór á hana á frumsýningardag í lúxussal og lúxussalurinn var það eina sem var gott við myndina... öll fyndnu atriðin voru í trailerinum svo maður var búinn að hlægja að þeim! og líka þá var þetta svo út um allt eikkað!!! allt í einni kássu! stórmyndaratriðunum voru troðin inn eitt af öðru og voru í óreglu og einni heilli kássu!!!!! ekki góð útfærsla! svo er þetta EPIC mynd og hún var svo stutt mér leið eins og ég væri nýsest þegar hún var búin !!! svo ég veit ekki alleg hún er ekki eins góð og ég hélt en hún var fín svo bara 2 sjörnur....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.07.2017

Verstu leikstjórar aldarinnar

Eftir að gagnrýni-vefsíðan Metacritic, sem safnar saman gagnrýni héðan og þaðan og býr til vegið meðaltal, útnefndi Alfonso Cuarón sem besta leikstjóra 21. aldarinnar, þá hefur síðan nú gengið skrefinu lengra, og...

29.05.2017

Baldwin snýr aftur í Stubbur stjóri 2

Stubbur stjóri, eða Boss Baby eins og teiknimyndin heitir á frummálinu, er enn í bíó hér á Íslandi, en nú þegar hafa Dreamwork Animation boðað að framhaldsmynd sé á leiðinni.  Tekjur myndarinnar á heimsvísu eru...

22.02.2011

TÍAN: Bíóárið 2010!

Betra seint en of seint. Mér hefur alltaf fundist þægilegra að gera topplista yfir bestu myndir ársins sem var að líða í kringum febrúar-mars í staðinn fyrir áramótin eins og flestir gera. Það fylgir því bara að búa ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn