The Dark Knight hefur gengið hroðalega í Japan hingað til, en hún er búin að vera heilar 3 vikur í sýningum þar í landi og aðeins þénað 8,7 milljónir dollara. Þessar fréttir hitta illa á Warner Bros menn, en The Dark Knight hefur gengið með eindæmum vel í þeim löndum sem hún hefur verið til sýninga.
Skýringin á þessum afhroðum liggur eflaust í frumsýningu nýjustu myndar leikstjórans Hayao Miyazaki, en hún ber nafnið Ponyo on a cliff og er komin með heilar 93,2 milljónir í kassann. Ef við lítum hins vegar á tækjuhæstu myndirnar í Japan þá sést að heimabúar kunna afar illa við Leðurblökumanninn. The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor komst uppfyrir The Dark Knight eftir aðeins viku í sýningu, og What happens in Vegas… einnig! Þessa vikuna tapaði The Dark Knight gegn Sex and the City: The Movie, The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor (aftur!) og Star Wars: The Clone Wars.
The Dark Knight sat á topp IMDB listans fræga fyrir nokkru síðan og er næsttekjuhæsta mynd allra tíma, aðeins á eftir Titanic, en það má t.d. skýra vegna þess að Titanic var í kvikmyndahúsum í heila 9 mánuði á sumum stöðum.

