Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Star Wars: The Clone Wars 2008

Justwatch

Frumsýnd: 20. ágúst 2008

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Klónastríðin eiga sér stað á milli góðs og ills og þegar sonur Jabba the Hutt er tekinn fastur leggja Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi af stað í leiðangur til að leita svara. Yoda sendir lærlinginn Ahsoka með Anakin sem að reynir meira á en þeir báðir bjuggust við. Á ferð sinni lenda þeir í hreinni baráttu milli góðs og ills þar sem allt er í húfi... Lesa meira

Klónastríðin eiga sér stað á milli góðs og ills og þegar sonur Jabba the Hutt er tekinn fastur leggja Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi af stað í leiðangur til að leita svara. Yoda sendir lærlinginn Ahsoka með Anakin sem að reynir meira á en þeir báðir bjuggust við. Á ferð sinni lenda þeir í hreinni baráttu milli góðs og ills þar sem allt er í húfi og velferð alheimsins liggur á herðum Anakin og Obi-Wan.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd gerist á milli kafla 2 og 3, þ.e. í klóna stríðinu. Myndin er auðvitað tölvuteiknuð og tengist beint Clone Wars þáttunum, sem ég hef ekki séð. Áður en þessi mynd kom út var búið að byggja upp mikið hype eins og að þetta ætti að vera alvöru Star Wars mynd. Raunveruleikinn er sá að þessi mynd er gerð fyrir litla krakka og þar af leiðandi urðu margir fyrir miklum vonbrigðum. Ég horfði á hana með engar væntingar og skemmti mér bara ágætlega. Sagan er einföld. Hún segir einfaldlega frá einu missioni hjá Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi. No more, no less. Það eru stöðugur hasar og bardagar sem forða manni frá því að leiðast. Ég skil ekki alveg þegar menn eru að kvarta yfir því hvernig þessi mynd gerir lítið úr Star Wars með silly gríni og jafnvel eyðileggi hinar myndirnar. Þetta er teiknimynd fyrir börn, get over it.

Christopher Lee og Samuel L. Jackson eru þeir einu sem eru mættir til leiks af upphaflegu leikurunum. Mér finnst skrítið að Hayden Christensen sé ekki hérna, hvað hafði hann betra að gera? Kannski var honum ekki boðið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lætur Episode 1 líta út eins og Pulp Fiction
George Lucas er búinn að vera vondur við okkur á þessu ári. Fyrst mjólkaði hann út kjarnorkuslysið (með ískáp??) Indy 4 og nú þetta. Maðurinn ber augljóslega enga virðingu fyrir nostalgíu! Jú ókei, undanfarnar þrjár Star Wars myndir voru nauðsynlegar þar sem að þær voru partur af stærri heild. Ég ætla engan veginn að setja út á þær (nema kannski Episode 1), enda fíla ég þær betur en flestir gera (Revenge of the Sith finnst mér ennþá vera frábær!).

Að slátra Indiana Jones þríleiknum með óþörfu og þreyttu framhaldi er eitt, en að gefa út þetta frat í bíó og kalla það Star Wars mynd er allt annað og Lucas heldur bara áfram að guðlast og þar af leiðandi síga í áliti hörðustu aðdáenda sinna. Við erum að tala um mann sem var eitt sinn frábær hugmyndasmiður, og menn voru jafnvel tilbúnir til þess að fyrirgefa honum fyrir vond samtöl og stífa leikstjórn. Í dag er Lucas álitinn sem snobb sem á fullt af peningum, en vill sífellt græða meira á röngum forsendum.

Star Wars: The Clone Wars (sem mér skilst að sé einhver massa pilot fyrir væntanlega þáttaseríu) tekur allt það sem að gerði Star Wars svo gott hér áður og hendir þvi út um gluggann þannig að eftir stendur mikilfenglegur en tómlegur hasar og alveg hreint skelfilegt handrit! Persónur - eins og Obi-Wan, Yoda og Anakin - sem maður fílaði í denn hafa breyst í grútleiðinlegar pappafígúrur, og það hjálpar heldur ekkert að flest allir föstu leikarnir séu fjarverandi, sem gefur ennþá meira til kynna að hér séu e.t.v. allt aðrar persónur á ferðinni. Það er enginn tilfinningalegur kjarni á bakvið myndina, bara basic söguþráður sem er hvorki spennandi né athyglisverður. Samtölin eru líka svo hryllilega skrifuð að hálfa væri nóg. Ekki vissi ég að hægt væri að vilja Lucas í staðinn sem handritshöfund, en það hefði verið skárra að hafa hann hér. A.m.k. veit ég að myndin hefði varla getað versnað.

Grafík myndarinnar er líka furðulega ljót. Ég myndi kalla þetta bærilega ásættanlegt fyrir tölvuleikjastandard, en bíómynd?! (þið sjáið annars að hinn nýlegi Force Unleashed leikur lítur miklu betur út heldur en þessi mynd...) Tölvuteikningin sjálf er svosem fín en stíllinn er eitthvað svo fráhrindandi. Obi-Wan og Anakin eru þ.á.m. eins og ljótar dúkkur, með stirð svipbrigði, risastór augu og hálf óhugnanleg andlitseinkenni. Tónlistarnotkunin er síðan ekki lítið steikt. Í smástund er nett tilfinning að heyra gömlu stefin sem John Williams gerði svo ódauðleg, en síðan verður maður var við alls konar brengluð remix og gífurlega ópasslega músík út í gegn. Þeir hefðu rétt eins bara getað spilað tónlistina úr Spaceballs!

Ég skil samt ekki hvers vegna Lucas og co. eru svona hrifnir af hugmyndinni að vera sífellt að fókusa á klónastríðið (voru ekki teiknimyndaþættirnir nóg?). Hefði ekki verið miklu svalara að gera mynd sem að myndi gerast á milli þriðja og fjórða kafla Star Wars sögunnar? Þar væri a.m.k. hægt að fara nýjar leiðir með efnið og fylgja persónum sem við vitum ekkert um. Til hvers að fylgja áfram sögu Anakins? Við vitum nákvæmlega hvað á eftir að gerast fyrir hann svo það er hvergi hægt að bæta við auka persónusköpun né móta einhverja spennu eins og hann sé í einhverri hættu. Gott dæmi þar væri bardaginn á milli hans og Count Dooku. Þeir sem hafa séð kafla þrjú vita vel hvernig fer á milli þeirra, svo ég sé ekki alveg tilganginn. En ef út í það er farið spurði ég sjálfan mig oft meðan að ég horfði á myndina hver tilgangurinn með þessu öllu væri.

Clone Wars feilar á öllum mikilvægustu sviðunum. Hún er gjörsamlega laus við allan vott af húmor, spennu, sjarma og - mikilvægast af öllu - skemmtanagildi. Hvað stendur þá eftir? Fáeinar flottar senur og töff hljóðvinnsla (en maður býst alls ekki við öðru þegar að maður horfir á Star Wars-mynd - sem ég á bágt með að telja þessa mynd vera). Varla nóg til að réttlæta áhorfið. Tékkið frekar á trailernum, enda koma fram allar sterkustu hliðar myndarinnar í honum.

Ég er samt ofboðslega feginn að fæðingarfíflið Jar Jar Binks skuli hvergi koma fram. Hefði hann verið til staðar hins vegar, þá hefði verið bókað að Lucas hafi verið að spila með okkur frá upphafi og að þessi mynd væri bara stór djókur hjá Lucasfilm. Ojæja...

3/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

21.10.2016

Afhverju eru Dark Side geislasverðin rauð?

Eins og allir Star Wars aðdáendur ættu að vita, þá eru geislasverðin í Star Wars myndunum litaskipt - ef þau eru græn eða blá þá eru notendur þeirra frá "ljósu hliðinni" en ef þau eru rauð, þá er notendur þeirra...

01.11.2011

Adam Sandler er Drakúla Genndy Tarkovskys

Teiknimyndin Hotel Transylvania er væntanleg eftir ár - á hekkjavökunni 2012 - og ákvað Sony Pictures á feisbúkk síðu sinni í tilefni þess að sýna fyrstu skissurnar úr myndinni, en þær sýna hvernig persóna Adam Sandle...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn