Plakat og trailer fyrir næstu mynd Ricky Gervais

Það er komið plakat og trailer fyrir næstu mynd The Office stjörnunnar Ricky Gervais, en myndin nefnist Ghost Town og fjallar um Bertram Pincus (Ricky Gervais) sem deyr í 7 mínútur og eftir það getur hann
séð hina liðnu. Til að losna við þennan eiginleika hjálpar hann einum
draug að fá ekkju hans til að hætta við brúðkaup sitt við nýjan mann.

Myndinni er leikstýrt af David Koepp sem skilur á eftir sig verk eins og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, Spider-Man og War of the Worlds. Í aðalhlutverkum myndarinnar eru Greg Kinnear, Téa Leoni og Ricky Gervais.

Hér er um rómantíska gamanmynd að ræða, en ekki örvænta! Þarnæsta mynd hans, This Side of the Truth kemur út á næsta ári, en Ricky Gervais leikstýrir henni ásamt því að skrifa handritið og því megum við búast við því að þar sé hreinræktuð Ricky Gervais snilld á ferðinni.

Plakatið fyrir Ghost Town er hér fyrir neðan, smellið á það fyrir betri upplausn.

Smellið hér til að horfa á trailerinn

Ghost Town verður frumsýnd í Bandaríkjunum 19.september, en það er alls óvíst hvort hún komi í kvikmyndahús á Íslandi, enda um takmarkaða dreifingu að ræða. Hins vegar hefur engin ákvörðun um það mál verið tekin (að okkar vitneskju) og því gætum við átt von á henni í kvikmyndahús eða á DVD snemma á næsta ári.