Aðalleikarar
Leikstjórn
Spiderman myndin er vinsælasta kvikmynd allra tíma(ef má marka Empire),hefur grætt mest.Sam Raimi sem er frægastur fyrir subbulegar myndir eins og Evil dead og Darkman leykstýrir báðum Spiderman myndinum og útkoman er góð.Tobey Maguire leikur Spiderman og manninn bak við búninginn Peter Parker og stendur sig vel en stundum pínu þreytandi á köflum,Kirsten Dunst er Mary Jane sem er öðruvísi en myndasögunum þar var hún vilt,skemmtileg og kynþokkafull en núna er hún líkari Gwen Stacy sem var nágranni Peters og var mjög góð og hlý.Mary Jane í myndinni hefur ekkert sameiginlegt við myndasögu persónuna nema að vera mjög lík henni í útliti.Svo það má segja Mary Jane sé bygð á Gwen í myndinni.Bryce Dallas Howard(Village)á að leika hana í þriðju myndinni og ég sé hana bara alls ekki fyrir mér sem Gwen,hefði frekar vilja sjá Töru Reid eða Scarlett Johannson í því hlutverki og fyrst það er búið blóðmjólka hana og breytta henni í Mary Jane,þá er ekkert eftir nema að Gwen verði eins og M.J á að vera í myndasögunum,villt partýgella.Willem Dafoe er Osborn sem verður að illmenninu Green goblin og er góður.James Franco leikur soninn Harry Osborn sem er besti vinur Peters en girnist þó draumastúlkun Mary Jane sem Peter er rosalega skotinn í.Og að lokum þá má nefna Rosemary Harris sem frænkan May sem ættleiddi Peter.Hún er fín en var miklu betri í Spiderman 2 þar lék hún rosalega vel.Handrits höfundirinn er hinn frægi og hræðilegin David Koepp sem eyðilagði War of the worlds.Þetta er hans skársta handrit að mínu mati og hann gerir þetta ágætlega nema það hvernig hann breytir M.J.Myndin er ágætlega gerð og útilitið er bara flott en þessi er langt frá því eins vel gerð og Spiderman 2.Tækni brellurnar voru 10 sinnum betri.Og í 2 þá sá maður oft spiderman svífa yfir borgina en að þessu sinni aðeins einu sinni,held ég.
Peter Parker(Maguire)er algjört nörd og er utan við sig en hann er mjög góð hjartaður.Honum er strýtt í menntaskólanum en á einn góðann vin Harry(Franco).Harry er sonur miljarðamæringsins Osborn(Dafoe)en hann lendir í slysi og verður að green goblin sem er geðsjúk og stórhættuleg morðvél.Peter verður bitinn af stökkbreyttri könguló og fær krafta.Hann getur klifrað upp veggi og notað könglóarvef.Hann notar þá krafta til að berjast gegn glæpum og veður að köngulóarmanninum og er mjög flottum búningi.Þetta starf er mun erfiðara en hann hélt og getur Peter séð um sitt eigið einkalíf.Spiderman myndasögurnar eru með þeim vinsælustu í heiminum.Þær komu fyrst út um 1960 og hefur verið gefið út síðan í litum blöðum.Svo eru til nýlegri þykkari mynasögu bækur um hann eins og Ultimate Spiderman eða Amazing Spiderman(sem hefur sama titil og eldri myndasögurnar).Ég mæli með Spiderman fyrir unglinga sem og myndasögu aðdáendur og auðvitað Spiderman aðdáendur.Lokaorð:Spiderman er sumarsmellur og góð ævintýra og spennumynd.Hún er stundum aðeins langdregin en mæli samt með henni.Skemmtið ykkur.
Spider-Man er mjög flott ofurhetjumynd sem inniheldur allt sem góð ofurhetjumynd þarf að hafa. Hún inniheldur illmennið, hetjuna (auðvitað), hasarinn, rómantíkina, brellurnar, og söguþráðinn. Það eru til 2 tegundir af Spider-Man sögum, annars vegar The Amazing Spider-Man og hins vegar Ultimate Spider-Man. Munurinn er að í Amazing Spider-Man er það framhaldsskólakennari (eða eitthvað þannig) sem er bitinn af könguló og öðlast ofurhæfileika, en í Ultimate Spider-Man er það nemandi sem er bitinn af könguló og öðlast ofurhæfileika (munurinn er svona 20 ár). Spider-Man bíómyndirnar fara eftir Ultimate Spider-Man. Myndin fjallar semsagt um Peter Parker, sem er bitinn af erfðabreyttri könguló, þegar hann fer í vetfangsferð, og öðlast þar með alla hæfileika köngulóarinnar. Hann getur klifrað upp veggi, sveiflað sér á ofursterkum þráði, og stokkið ótrúlega hátt og langt. Vondi kallinn í þessari mynd er The Green Goblin, meistaralega leikinn af Willem Dafoe. Green Goblin er mjög svipaður The Joker í Batman, þeir eru báðir svona hálf glaðlegir, með þennan klikkaða hlátur. Samt var búningurinn hans eitthvað svo fáránlegur, og allt öðruvísi en í blöðunum. Búningur Spider-Man er hinsvegar mjög flottur, og með þeim flottustu ofurhetjubúningum sem til eru. Myndinni er leikstýrt af Sam Raimi, sem er þekktur fyrir myndir eins og Evil Dead og Darkman. Hann leikstýrir mjög vel, og heldur sig mjög mikið við teiknimyndasöguna (fyrir utan búning Green Goblin). Öll myndin er svo rosalega óraunveruleg og teiknimyndasöguleg, en samt svo ótrúlega vel gerð og raunverulega gerð (alls ekki raunveruleg, bara raunverulega gerð). Sum atriði virðast samt alltof óraunveruleg, tildæmis atriðið þar sem Spider-Man er nýbúinn að uppgötva hæfileika sína og er að hoppa á milli húsþaka. Það atriði er mjög illa gert, og virtist aðeins vera hálfklárað. Danny Elfman sér um tónlistina í þessari mynd. Ég mundi nú aldrei segja að þetta væri hans besta soundtrack, en FRÁBÆRT er það samt. Spider-Man theme lagið er komið á stallinn við hliðina á Batman theme (sem hann samdi líka) og Superman theme (sem er eftir John Williams). Þetta theme er næstbest af þeim þrem, en í fyrsta sæti er auðvitað Batman, sem er algjört snilldar theme lag. Samt er eiginlega engin sérstök laglína í þessu Theme lagi, þetta er bara tónverk með fullt af hljóðfærum, og það er eiginlega ekki hægt að finna laglínu (annað en í Batman og Superman). Leikararnir eru mjög góðir, og eins og ég sagði stendur Willem Dafoe uppúr. Sam Raimi notar líka mikið af myndinni til að byggja vondakallinn upp, hann notaði aðra myndina meira til að byggja Peter Parker upp (a.k.a. Spider-Man). Tobey Maguire er líka góður sem Peter, en Willem skyggir alveg á hann, þó að myndin eigi að snúast um hann, og heitir meira að segja eftir honum (svipað og í Batman, með Jack Nicholson og Michael Keaton). Kirsten Dunst er ekkert sérstök sem Mary Jane, en persóna hennar er mjög tilgangslaus, þó að hún verði að vera þarna (í öllum ofurhetjumyndum er kona sem er annaðhvort ástfangin af ofurhetjunni, eða að ofurhetjan sé ástfangin af henni). J.K. Simmons er frábær sem J. Jonah Jameson, á myndina algjörlega með Dafoe. Síðan er það Bruce Campbell í litlu hlutverki (rétt eins og í númer 2) sem kynnirinn í glímunni sem Peter keppir í. Handritið er ekki gallalaust, og það er eiginlega helsti galli myndarinnar. T.d. þessi samtöl á milli Peters og M.J. Þau eru algjör hörmung, jafnvel verri en í Star Wars II. Þrátt fyrir það er Spider-Man mjög góð ofurhetjumynd sem allir aðdáendur teiknimyndablaðsins ættu að sjá.
Mjög góð mynd hasar og spenna. Tobey Maguire er leikur vel! en er betri sem peter parker hann passar ekki alveg sem Ofurhetja en samt góður. En mér finnst Willem Dafoe Standa honum fremri sem leikari í þessari mynd. Frábær mynd!
Mögnuð mynd til áhorfs þar sem saga Peter Parkers og Kóngulóarmannsins er rakinn nokkuð ítarlega og næstum nákvæmlega eins og upprunalega sagan er höfð í teiknimyndablöðum. Þeir sem að nenna ekki að lesa hasarblöðin hafa haft kost á því að horfa á teiknimyndir á stöð 2 (sem eru reyndar ekki sýndar núna) en þar er saga Spiderman rakin all nákvæmlega og skemmtilegir þættir þar á ferð. Það er þessari mynd semsagt til lukku hversu vel hún fylgir nákvæmlega hugmyndum Stan Lee um sköpun og þróun Spiderman. Sam Raimi er að leikstýra þessari mjög vel og virðist vita fyllilega hvað hann vill frá fram hjá leikurum og öðrum samstarfsmönnum sínum sem að myndinni koma. Það var víst voða mikið mál að fá Tobey Maguire til að safna á sig öllum þessum massa sem Kóngurlóarmannin príðir eftir bitið góða. Maguire er víst grænmetisæta en flestallir próteinkúrarnir eru búnir til úr dýraafurðum, en þar sýndi maðurinn einstakann vilja á verkefninu og púlaði og svitnaði sem aldrei áður (með því að neita bara grænmetis) og varð útkoman hreint út sagt mögnuð og vel heppnuð. Einnig er líka hægt að hæla góðu vali á Maguire í hlutverk Peters Parkers þar sem hans rólega fas og glaðlyndi passar vel saman við''nerðings''-legan karakter Parkers. Þessi rólega framkoma Maguire kom fram þar sem hann lék í Cider House Rules, og hefur það hlutverk vafalaust hjálpað honum að komast á lista sem hugsanlegur Peter Parker. Kirsten Dunst passar líka einstaklega vel í hlutver MJ og er það sérstaklega vegna rauða hársins (sem getur vel ein hafa verið litað) og kynþokkafulls útlits sem á víst að einkenna MJ. Samt nær hún ekki að toppa í þessari magnaðan leik sem hún sýndi ung í Interview with the Wampire. Besta leik á vonda kallinum í nokkurri kvikmynd sér maður hjá snillingnum Williem Dafoe þar sem maður sér hann leika tvíklofinn persónuleika sem að tekur tæknina sér í nyt og gerir almennilegan usla út um allan bæ, svona eins og alvöru illmenni eiga að gera, ekki eiða tímanum í spjall og vitleysu. Reyndar hefur mér aldrei fundist þessi Goblin-náungi vera neitt sérstaklega skemmtilegur en framkoma Dafoe sem hann er það góð þannig að það sleppur. En besta leik á án efa frænka Peters Parkers sem er víst leikin af Rosemary Harris. Einnig er gamana fyrir glögga menn að sjá Stan Lee bregða aðeins fyrir í einni senu þar sem hann verður næstum því undir grjóthnullungi. Allar tæknibrellur eru til fyrirmyndar og ef einhverjir eru að eyða tíma sínum í að góna á galla á því sviði þá eru þeir sömu að missa að sjálfri myndinni. Einnig eru búningar vel gerðir og á ég þá sérstaklega við búniga tveggja höfuðandstæðinga myndarinnar. Sam Reimi er nokkuð marktækur leikstjóri sem er vel eftirtektarverður og hefur gert flestallar myndir sínar nokkuð vel. En þessi er ein sú besta sem frá honum hefur komið og tekst honum að skjóta fram einlægri framsögn leikara á skemmtilegum karakterum, sem styðja sig við gott handrit og sögu sem er trú uppruna sínum. Semsagt þá er þetta mynd sem er vel áhorfandi og mæli ég eindregið með henni handa þeim sem hafa gaman af Comicbook-myndum, eða/og þá vel gerðum myndum yfir höfuð.
Nokkuð góð mynd eftir snillinginn Sam Raimi sem gerði Evil Dead myndirnar sem eru náttúrulega snilld! Peter parker (Tobey Maguire,Seabiscuit) er svokallaður loser í skólanum sínum. En hann verður bitinn af sjaldgæfri könguló og fær yfirnáttúrulega hæfileika. Hann getur skotið vef og klifrað lárétt á byggingum. En vondi gaurinn sem kallar sig The Green Goblin ógnar borginni og hann þarf að finna út hver hann er. Sam Raimi ætti að halda sig áfram við hryllingsmyndir því Evil Dead myndirnar eru meistaraverk.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vera Sindelarova, Stan Lee, David Koepp
Kostaði
$139.000.000
Tekjur
$821.708.551
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
3. maí 2002
VOD:
26. júní 2019