Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

War of the Worlds 2005

Frumsýnd: 29. júní 2005

This Summer, the last war on Earth won't be started by humans.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Ray Ferrier er fráskilinn hafnarverkamaður og hefur ekki verið besti faðir í heimi. Þegar fyrrum eiginkona hans og nýr eiginmaður hennar skilja unglingsson hans Robbie og dóttur þeirra Rachel eftir í umsjá Ferrier yfir eina helgi, brestur á skrýtinn og kraftmikill stormur með miklum eldingum. Það sem á eftir fylgir er ótrúlegt stríð fyrir framtíð mannkyns,... Lesa meira

Ray Ferrier er fráskilinn hafnarverkamaður og hefur ekki verið besti faðir í heimi. Þegar fyrrum eiginkona hans og nýr eiginmaður hennar skilja unglingsson hans Robbie og dóttur þeirra Rachel eftir í umsjá Ferrier yfir eina helgi, brestur á skrýtinn og kraftmikill stormur með miklum eldingum. Það sem á eftir fylgir er ótrúlegt stríð fyrir framtíð mannkyns, þegar geimverur ráðast á jörðina. Þetta er sýnt í gegnum sögu af bandarískri fjölskyldu sem reynir að lifa af í þessari nútímaútgáfu af sígildri skáldsögu H.G. Wells. ... minna

Aðalleikarar

Með betri geimverumyndum
War of the worlds er klárlega með betri geimverumyndum sem ég hef séð. Asnarlegt að segja þetta um geimverumynd en myndin finnst mér virka "raunveruleg". Virkilega vel leikinn utan við eitt atriði þegar strákurinn ætlaði að hlaupa yfir til hersins og ganga í hann afsakið slettuna en DJÍSES KRIST hvað það var asnalegt atriði. bara þetta eina atriði gerir hana að 9 stjörnu mynd en ekki 10. utan við það er þessi mynd meistaraverk sem enginn má missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd sem hefði getað orðið betri ef að Tom Cruise hefði ekki leikið í henni.
Ekki það að hann hafi verið svo lélegur í myndini, því hann er fínn leikari.
Hann fer bara svo í skapið í mér að ég gersamlega þoli hann ekki, og er það aðalega þessi vísindatrú vitleysa hans, og það hvernig hann hagar sér þegar hann er ekki að leika.
Tæknibrellurnar í þessari mynd eru mjög flottar.
Góð mynd sem gæti samt verið betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er önnur og lengri grein mín um War of the Worlds.Ég hafði litlar væntingar og þar sem þetta er eftir hinn súper ofmetna Speilberg þá er ekki hægt að búast við miklu en vá myndin olli mér vonbrigðum.Ray Ferrier(Tom Cruise)er fráskilinn faðir og láglauna maður sem þarf að sjá um börnin sín(Dakota Fanning og Justin Chatwin)eina helgi.En þarf að flýja með þeim og reyna að halda lífi því það er innrás frá geimnum og þeir eru síður en svo vinalegir.Eins og áður hefur komið fram þá er War of the worlds spennandi og rosalega vel gerð.Tæknibrellur,sviðsmynd,förðun og myndataka er rosalega gott eins og Þór sagði en handritið er HRYLLINGUR,bara alveg HRÆÐILEGT.Það ætti að banna David Koepp að skrifa fleiri handrit,hann æðilagði alveg myndina.Klisja og væmni er í meira en hámarki.Ég þoli ekki svoleiðis myndir en því miður gera mjög margir það.Það sem bjargar myndinni frá einum í einkunn er góður leikur Dakota Fannning og Tim Robbins(Tom Cruise er hins vegar leiðinlegur en það kom ekki á óvart)og hversu vel hún er gerð tæknilega.Spennan er líka mjög góð og mörg atriði líka góð og flott en stundum eyðileggur klisjan og væmnin það og endirinn var hræðilegur.War of the worlds er sannarlega stórmynd og vel gerð tæknilega en það eyðileggur hræðilegt handrit Koepps.Mæli frekar með Mars attacks en sumir gætu haft gaman af hinni ofmetnu War of the worlds.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta var alveg brjálæðislega FRÁBÆR mynd ég fór á hana í bíó og ég bara var að kaupa mér hana guð má vita hvað ég er búin að sjá hana oft ég fæ aldrei leið á henni ég mæli sterklega með henni hún er alveg brilliant gerð og svo nær Dakota Fanning leiknum svoo vel að það er alveg frábært meðan við hvað hún er ung .. ég mæli sterklega með henni það verða allið að sjáá þessa mynd hún er alveg brilliant..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er versta mynd ársins á eftir Batman begins. Ég held mikið uppá Spielberg en hann hefur aldrei gert jafn boring mynd og þessa.1953 útgáfan af þessari mynd var snilld. Tom Cruise var ágætur í þessarri mynd. Ein og hálf stjarna fyrir góðan leik hjá Tom.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.10.2016

Nýtt í bíó - Inferno

Spennutryllirinn og ráðgátan Inferno verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 14. október, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Tom Hanks mætir nú í þriðja skiptið til leik...

18.01.2014

Avatar 2, 3 og 4 fá Sam og Zoë

Aðalleikarar þrívíddarævintýrisins Avatar eftir James Cameron, þau Sam Worthington og Zoë Saldana hafa skrifað undir samning um að leika í öllum þremur næstu Avatar myndum, sem verða framhald hinnar geysivinsælu Avatar ...

28.12.2014

Ný heimildarmynd um Orson Welles

Ný heimildarmynd um leikstjórann og leikarann Orson Welles er væntanleg. Myndin fer í gegnum feril Welles og verk hans og ber heitið Magician: The Astonishing Life and Work of Orson Welles. Orson Welles er án efa eitt frægas...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn