Bernie Mac látinn

 Gamanleikarinn Bernie Mac er látinn 50 ára að aldri. Hann fékk lungnabólgu í kjölfar sjúkdóms sem hráði hann, sem nefnist jafnan sarklíki (e. sarcoidosis) en sjúkdómurinn leggst gjarnan á ónæmiskerfið og gerir líkamanum erfitt að berjast við ýmiss konar áföll á lungnastarfsemina.

Leikarinn var gríðarlega frægur í Bandaríkjunum og á fjölmargar myndir að baki eins og Ocean’s Eleven, Ocean’s Twelve, Ocean’s Thirteen, Charlie’s Angels: Full Throttle, Bad Santa ásamt því að hafa verið með eigin sjónvarpsþátt sem nefndist The Bernie Mac Show og var á Stöð 2 fyrir nokkrum árum. Fyrir verk sín í þeim þætti hlaut hann tvenn Emmy verðlaun sem og tvenn Golden Globe verðlaun, en kvikmyndaunnendur ættu að hafa munað eftir honum í mynd Spike Lee, The Original Kings of Comedy sem kom honum á kortið um aldamótin sem uppistandara.