Náðu í appið
29
Bönnuð innan 6 ára

Ocean's Thirteen 2007

(Ocean's 13, Oceans Thirteen)

Justwatch

Frumsýnd: 8. júní 2007

What are the odds of getting even? 13 to one.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Danny Ocean og hans fólk snýr aftur og nú er verkefnið á persónulegri nótum en áður. Þegar hinn miskunnarlausi spilavítiseigandi Willy Bank svíkur Reuben Tishkoff, og veldur honum hjartaáfalli, þá heitir Ocean því að gera allt sem í hans valdi stendur til að knésetja hann. Jafnvel þótt það þýði að hann og teymi hans þurfi að fá hjálp frá óvini... Lesa meira

Danny Ocean og hans fólk snýr aftur og nú er verkefnið á persónulegri nótum en áður. Þegar hinn miskunnarlausi spilavítiseigandi Willy Bank svíkur Reuben Tishkoff, og veldur honum hjartaáfalli, þá heitir Ocean því að gera allt sem í hans valdi stendur til að knésetja hann. Jafnvel þótt það þýði að hann og teymi hans þurfi að fá hjálp frá óvini sínum, Terry Benedict.... minna

Aðalleikarar


Ég hef nú hugsað að Ocean væri orðin pínu slakur eftir að Spidey og Piratey 3 sukkuðu. En þessi þriðja mynd er stórkostleg og allavega betri en númer 2 og jafnvel eins góð og númer 1! George Clooney er stórkostlegur og Brad Pitt og auðvitað er Al Pacino geðveikur í hlutverki Willy Bank. Allir standa sig vel. Myndin er góð og handritið líka. Myndin er rosalega góð og er söguþráðurinn smá flókin en Steven Soderberg er snillingur í að gera flóknar myndir skiljanlegar. Allt pakkið er frábært og er því þessi mynd á TOP 10 listanum mínum í ár.

Kv. Heimir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábært stjörnupartý!
Ég held að flestir geta verið sammála því að Ocean's 11 hafi verið hin fínasta afþreying. Þetta var ein af þessum viðbjóðslega skemmtilegu glæpamyndum sem að hélt dampi með húmor, smá spennu og skemmtilegu leikarasamspili. Þremur árum síðar kom út Ocean's 12, sem meirihluti var alls ekki að fíla (nema fáeinir gagnrýnendur). Ástæðurnar eru svosem skiljanlegar; Hún var allt öðruvísi, bæði í frásögn og stíl. Þar að auki spilaðist hún út eins og einn massívur einkabrandari á milli leikstjórans og leikaranna. Persónulega fannst mér sú mynd vera fín, en það vantaði orkuna og fjörið í hana sem að gerði forverann þess virði að mæla með. Ég vonaðist innilega til þess að þriðja myndin yrði ekki slakari en hún því ónauðsynlegra framhald gat ég varla hugsað mér.

Svo kom bara þessi sjokk-sprengja! Myndin var ekki aðeins góð afþreying, heldur frábær afþreying! Það er eins og Steven Soderbergh hafi ákveðið að endurgera fyrstu myndina, taka burt allt sem dró hana niður og gera skarpari, hressari, skemmtilegri og betur útlítandi mynd í staðinn. Ég fílaði hana í klessu og neyðist þar með að segja að þetta sé besta Ocean's-myndin. Það er ekki bara vegna þess að Julia Roberts kemur myndinni ekkert við... Ókei, jú, kannski pínu... Fékk nóg af henni síðast. Kötu Zetu er heldur ekki mikið saknað.

Við erum annars ekki að tala um Óskarsbíó hérna, heldur bara gamaldags kvöldskemmtun sem er gerð til að halda manni í góðu skapi, og sem slík skilaði myndin öllu sem ég gat búist við, og sem þriðja eintakið af Ocean's-myndunum fékk ég margfalt meira en ég gerði ráð fyrir.

Söguþráðurinn - sem er bræðingur af plotti fyrstu myndarinnar og hefndarmynd - er skemmtilegur og heldur athygli manns með því að detta aldrei á sjálfsstýringu og koma stöku sinnum á óvart. Athugið þó að hvergi skal taka hann né atburðarásina eitthvað alvarlega. Leikararnir hafa ekki verið svona líflegir síðan í fyrstu myndinni (skiljanlega, þar sem að þeir fengu ekki allir að gera eins mikið í mynd nr. 2). Al Pacino er jafnframt skotheldur viðauki í hópinn. Hef ekkert út á hans nærveru að setja og fannst hann alveg mátulega hatursverður sem illmennið.

Annars er það eitthvað við stílinn í þessari mynd sem náði sterkri athygli minni. Myndin lítur nefnilega gullfallega út. Þó svo að þessi mynd gerist í Vegas, rétt eins og fyrsta myndin, þá er litapallettan allt önnur og í raun hefur borgin aldrei litið betur út á filmu. Þessi sterka litanotkun og þétt klipping gefur myndinni órúlega grípandi stíl og flæði. Hún dettur aldrei niður í dauðan kafla (held að það sé fjarveru stelpnanna að þakka) og af öllum "þríleiknum" hefur þessi mest fullnægjandi endasprettinn. Soderbergh er gjarnan mistækur, en fyrir hvert feilspor virðist hann vera fljótur að ná sér upp aftur, og það gerði hann augljóslega hér.

Þrátt fyrir óhappatöluna (fyrir þá sem trúa á slíkt) fær Ocean's 13 hiklaust mín meðmæli, en undir þeim kringumstæðum að áhorfandinn sleppi sér einungis í gamaninu og reyni ekki að láta raunsæishugsun eða nokkuð annað þvælast fyrir.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta brill þetta plott þessi leikara hópur :D



ég hef sé þær margar myndinar í gegnum tíðina en þessi hópur saman komin í einni mynd , ég mæli eindregið með að vinir fari saman að sjá þessa snild því að það er nóg að tala um eftir hana





Allir bestu leikaranir á sama staðnum að gera það gott
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn