Eftir að Christian Bale varð kærður fyrir líkamsárás þá hafa sprottið upp þær pælingar hvort að þessi hegðun hans skaði Óskarsvonir hans á næstu Óskarsverðlaunahátíð, en fyrir þá sem ekki vita þá leikur Christian Bale Batman í The Dark Knight sem er einmitt frumsýnd á Íslandi í dag.
Til að rökstyðja þetta þá er vert að minnast þess að Óskarsverðlaunin fara sjaldan til vondu strákanna í Hollywood. Það er engin tilviljun að stærstu lúserar Óskarsverðlaunahátíðarinnar eru Peter O’Toole, sem hefur tapað 8 sinnum og Richard Burton sem hefur tapað 7 sinnum, og þegar ég segi tapa þá meina ég að vera tilnefndur og vinna ekki.
Marlon Brando var þekktur fyrir vandræði sín og fór heim af Óskarsverðlaunahátíðinni með skömm, en hann var sá eini af leikurunum sem hlaut ekki verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni A Streetcar Named Desire. Næstu ár þá endurtók sagan sig, hann hlaut ekki verðlaun fyrir Viva Zapata! og Julius Caesar. Árið 1954 hreinsaði hann hins vegar í til í lífi sínu og mætti í smóking á Golden Globe verðlaunahátíðina og síðan á Óskarinn og hlaut verðlaun í bæði skiptin.
Það þarf lítið að fara í gegnum sögu Russell Crowe, hann var einn heitasti leikari á hnattkringlunni þegar hann fékk óskarinn fyrir hlutverk sitt í Gladiator, en eftir að hann henti síma í hótelstarfsmann þá hlaut hann ekki náð fyrir augum óskarsakademíunnar. Þau neituðu honum um verðlaun fyrir hlutverk hans í A Beautiful Mind þrátt fyrir að hann hafi hreppt verðlaun sem besti aðalleikari á Golden Globe verðlaunahátíðinni, SAG og fleirum. Hann lék síðar aðalhlutverkið í stórmyndinni Master and Commander, og þrátt fyrir að henni hafi ekki gengið vel í kvikmyndahúsum og hafi almennt fengið slæma dóma þá fékk hún heilar 10 óskarstilnefningar – en hlaut 2 óskara og Crowe sat eftir með sárt enni. Sömu sögu er að segja með Cinderella Man, 3:10 to Yuma og American Gangster, Crowe fékk ekkert fyrir sinn snúð þar heldur.
Því má búast við því að óskarsvæntingar hans hafi minnkað allverulega ef þetta er raunin. Við hér á kvikmyndir.is birtum ekki frétt um áætlaða líkamsárás á systur sína og móður vegna þess að þetta hljómar eins og slæmt slúður. Á veraldarvefnum eru fréttamiðlar farnir að greina frá því að móðir hans og systir eru báðar djúpt sokknar í fíkniefna- og áfengisleyslu og hafi komið til hans til þess eins að öskra á hann og skapa læti. Þær hafi biðið eftir honum í heila klukkustund á hóteli einu og skapað mikinn usla og þegar Bale hafi mætt á staðinn þá hafi allt orðið brjálað, en sanna sagan sé sú að Christian Bale sé meira fórnarlamb í þessu atviki heldur en þær. Hvort þetta sé satt verður tíminn að leiða í ljós.

