Ný heimildarmynd um einn snjallasta tölvuforritara samtímans

internets_own_boy_the_story_of_aaron_swartz_xlgNý heimildarmynd um einn snjallasta tölvuforritara samtímans, Aaron Swartz, verður frumsýnd þann 27. júní. Stikla úr myndinni, sem ber heitið The Internets’ Own Boy, var opinberuð í gær, en þar er farið í gegnum líf hans og uppgvötanir.

Swartz er þekktur fyrir baráttu sína fyrir frelsi á netinu, en hann stofnaði einnig netfyrirtækið Infogami sem síðar rann saman við Reddit, sem í dag er ein vinsælasta afþreyingar og fréttaveitan á netinu.

Swartz fyrirfór sér á heimili sínu í janúar á síðasta ári, aðeins 26 ára að aldri, en réttarhöld áttu að hefjast, aðeins nokkrum vikum síðar, vegna ákæra um að hann hefði stolið milljónum vísindagreina af vefsvæðinu JSTOR og ætlað að dreifa þeim frítt á netinu.

Hér að neðan má sjá stikluna úr myndinni.