Nýr samningur um stuðning við norrænar kvikmyndir

Menningarmálaráðherrar Norðurlanda og kvikmyndastofnanir og sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndum tilkynntu í dag um nýjan samning til fimm ára við Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn. Samkvæmt samningnum mun sjóðurinn hafa sama fé til umráða á árunum 2015 til 2019 og hann hefur nú, það er að segja 78 milljónir danskra króna.

nordisk

Á hverju ári styður Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn framleiðslu og dreifingu um það bil fimmtíu kvikmynda, heimildamynda og leikinna sjónvarpsþátta.

Hann styður og skipuleggur viðburði í þessum geira á borð við samkomuna „Nordic talents“ (Norrænt hæfileikafólk) sem haldin er árlega. Hann hefur jafnframt umsjón með Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs sem markað hafa sér sterka stöðu og sem veitt eru í október á hverju ári.

Sjóðurinn hefur 78 milljónir danskra króna til umráða á hverju ári. Af því kemur þriðjungur frá Norrænu ráðherranefndinni, þriðjungur frá kvikmyndastofnununum og -sjóðunum fimm á Norðurlöndum og þriðjungur frá ellefu ríkis- og einkasjónvarpsstöðum.