Kvikmynd um ævi rapptónlistarmannsins Tupac Shakur, sem hefur verið í bið um nokkra hríð, hefur nú fengið nýtt líf eftir að Emmett Furla Oasis Films kvikmyndafyrirtækið ákvað að setja fé í verkefnið og framleiða ásamt Morgan Creek framleiðslufyrirtækinu.
Nú er stefnt að því að hefja tökur í febrúar nk. Móðir listamannsins heitins, Afeni Shakur, mun verða meðal framleiðenda myndarinnar.
Eddie Gonzalez og Jeremy Haft hafa skrifað nýtt handrit fyrir myndina.
Morgan Creek var með myndina í þróun árið 2011 og auglýsti m.a. eftir leikurum á netinu, og bað umsækjendur um að lesa atriði úr myndinni og syngja sitt uppáhalds Tupac Shakur lag í myndavélina.
Shakur sem lést árið 1996 af völdum byssuskota, hefur selt meira en 75 milljón eintök af plötum sínum.
Í fyrri útgáfum af handriti myndarinnar þá er sagt frá því hvernig hann óx upp í að verða stórstjarna á bæði tónlistarsviðinu og sem leikari, sagt frá því þegar hann var dæmdur í fangelsi vegna ásakana um kynferðisbrot, sem og stríðinu á milli rappheima austurstrandar Bandaríkjanna og vesturstrandar.
Fyrri myndir sem Emmet Furla Oasis fyrirtækið hefur fjármagnað eru 2 Guns og Escape Plan.


