Frumsýning: Monsters University

MONSTERS UNIVERSITYSambíóin frumsýna teiknimyndina Skrímsla háskólinn, eða Monsters University, nú á miðvikudaginn, 17. júlí í Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Laugarásbíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi. „Þeir Maggi og Sölli eru mættir aftur í annarri myndinni um skrímslin vinsælu. Hér er á ferðinni frábær teiknimynd sem sýnd er með íslensku og ensku tali,“ segir í tilkynningu Sambíóanna.

Myndin er sýnd bæði í 2D og 3D.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Skrímslaháskólinn er nýjasta myndin frá snillingunum hjá Pixar og Disney og um leið forsagan að því hvernig þeir Magnús og Sölmundur urðu vinir og samherjar.

Já, þeir Maggi og Sölli voru nefnilega engir vinir þegar þeir voru ung skrímsli og þurftu að deila bæði herbergi og koju í Skrímslaháskólanum. Þvert á móti þá þoldu þeir varla hvor annan, enda ólíkir að mörgu öðru leyti en bara útlitinu.

plakatMagga og Sölla er auðvitað báðum í mun að standa sig vel í skólanum og læra þá nútíma hræðslutækni sem skrímsli þurfa að læra svo þau verði nýtir borgarar í Skrímslaborg, en þeir hafa dálítið ólíkar hugmyndir um hvernig best er að ná takmarkinu.

En þá gerast skrítnir hlutir sem valda því að þeir fara betur að kunna að meta hvor annan …

Íslensk talsetning: Felix Bergsson, Ólafur Darri Ólafsson, Magnús Ragnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sturla Sighvatsson, Björn Thorarensen o.fl.

Erlend talsetning:
Billy Crystal, John Goodman, Helen Mirren, Steve Buscemi og Alfred Molina.

Íslensk leikstjórn: Hjálmar Hjálmarsson

Erlend leikstjórn:
Dan Scanlon

Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakkal, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: Leyfð öllum