Djúpið siglir lygnan sjó á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni fimmtu viku á lista, en myndin var líka í fyrsta sæti í síðustu viku. Hinn grjótharði fyrrum CIA leyniþjónustumaður Brian Mills í Taken 2 hefur ekki roð við Ólafi Darra, aðalleikara Djúpsins, og nær einungis öðru sætinu aðra vikuna í röð.
Í þriðja sæti er hin raunsæislega heimavídótekna – lögguspennumynd End of Watch og í fjórða sæti, splunkunýr á lista, er mættur Teddi, týndi landkönnuðurinn.
Önnur ný mynd, Hope Springs, með þeim Meryl Streep og Tommy Lee Jones er síðan í fimmta sæti.
Þriðja nýja myndin, Frankenweenie, náði einungis upp í áttunda sætið.
Hér að neðan er listi 25 vinsælustu myndanna á Íslandi.


