George Clooney heiðraður

George Clooney var heiðraður fyrir mannúðarstarf sitt á galakvöldverði í Los Angeles um helgina. Leikarinn hefur undanfarin ár vakið athygli á ástandinu í Darfur-héraði og unnið fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Fellibylurinn Katrina átti einnig hug hans allan á sínum tíma.

Meðal gesta á samkomunni voru Sidney Poitier, Carmen Electra og Nicollette Sheridan. Allur ágóðinn af kvöldinu rann til samtaka fyrir sykursjúk börn í Colorado. Veislustjóri var Jay Leno og söngvarinn Neil Diamond bauð upp á tónlistaratriði.